Vesturland
Þjóðgarðar
- Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Snæfellsbæ. Þjóðgarður stofnaður með reglugerð sbr. Stjórnartíðindi B, nr. 568/2001 er staðsettur á utanverðu Snæfellsnesi á Vesturlandi. Hann er um 170 km² að stærð og eini þjóðgarður landsins sem nær að sjó.
Friðlönd
- Blautós og Innstavogsnes, Akranesi og Skilmannahreppi, Borgarfjarðarsýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 166/1999. Stærð 295 ha.
- Búðahraun, Snæfellsbæ (áður Staðarsveit), Snæfellsnessýslu. Lýst friðland 1977. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 357/1979. Stærð 1002,9 ha.
- Geitland, afréttur í Hálsahreppi, Reykholtsdalshreppi, Borgarfjarðarsýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 283/1988. Stærð 12.281,7 ha.
- Grunnafjörður, Leirár- og Melahreppi, Skilmannahreppi, Borgarfjarðarsýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 548/1994. Stærð 1.393,2 ha. Samþykktur sem Ramsarsvæði 1996. Stærð 1470 ha.
- Húsafellsskógur, Hálsahreppi, Borgarfjarðarsýslu. Lýstur friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 217/1974. Stærð 436,7 ha. Breyting á mörkum, augl. í stj.tíð. B, nr. 606/2001.
- Melrakkaey, Eyrarsveit, Snæfellsnessýslu. Lýst friðland 1971. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 118/1974. Stærð 7,3 ha. Óheimilt er að fara í eyna án leyfis Náttúruverndarráðs og til verndar fuglalífi eru skot bönnuð nær eynni en 2 km.
- Ströndin við Stapa og Hellna, Snæfellsbæ (áður Breiðuvíkurhr.), Snæfellsnessýslu. Lýst friðland 1979. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 284/1988. Stærð 134,4 ha.
- Vatnshornsskógur í Skorradal, friðlýst sem friðland með augl. í Stjórnartíðindum B. nr. 164/2009. Stærð friðlýsta svæðisins er 247,1 ha.
Náttúruvætti
- Bárðarlaug, Snæfellsbæ (áður Breiðuvíkurhr.), Snæfellsnessýslu. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 445/1980. Stærð 43,6 ha.
- Eldborg í Hnappadal, Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellsnessýslu. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 309/1974. Stærð 125 ha.
- Grábrókargígar, Borgarbyggð (áður Norðurárdalshr.), Mýrasýslu. Friðlýstir sem náttúruvætti 1962. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 216/1975. Stærð 28,7 ha.
- Hraunfossar og Barnafoss, Hálsahreppi, Hvítársíðuhreppi, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu. Friðlýstir sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 410/1987. Stærð 36,1 ha.
- Kalmannshellir í Hallmundahrauni. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 851/2011. Svæðið er 4. km. að lengd. Markmiðið með friðlýsingunni er að koma í veg fyrir röskun og skemmdir á jarðmyndunum og eru því sérstakar takmarkanir á aðgangi að viðkvæmasta hluta hellisins.
Fólkvangur
- Einkunnir í Borgarbyggð. Friðlýst sem fólkvangur í Stjórnartíðindum B, nr. 480/2006. Með friðlýsingunni er stuðlað að varðveislu jarðfræðilegrar fjölbreytni, en Einkunnir eru klettaborgir sem rísa upp af mýrlendinu umhverfis. Þar eru einnig stöðuvatn, tjörn og lækir. Stærð 365,9 ha. Breytt með augl. í stj.tíð. B. 319/2011
Búsvæði
- Andakíll, Hvanneyri, friðlýst samk. augl. í Stjórnartíðindum B, nr. 364/2002 sem búsvæði blesgæsar í samræmi við 3. tölulið 53. gr. laga nr 44/1999 um náttúruvernd, í samræmi við samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi. Búsvæðaverndin nær yfir jörðina Hvanneyri frá jarðamörkum sem liggja frá Stórastokk í Vatnshamravatn og þaðan um Ausulæk (landamerkjaskurð) í Andakílsá miðja og þaðan út í Hvítá. Mörk náttúruverndarsvæðisins í Hvítá liggja um jarðamörk. Stækkað með auglýsingu í Stjónrartíðindum B, nr. 338/2011. Stærð 3.086 ha.
Önnur friðuð svæði
Breiðafjörður, Snæfellsnessýslu, Dalasýslu, A- og V-Barðastrandarsýslu. Eyjar og fjörur eru verndaðar með lögum nr. 53/1995 um vernd Breiðafjarðar. Stærð svæðisins sem lögin ná til er um 20.000 ha.
Aðar náttúruminjar
201. Brynjudalur, Botnsdalur, Hvalvatn og Glymur (136), Kjósarhreppi, Hvalfjarðarstrandarhreppi, Kjósarsýslu, Borgarfjarðarsýslu. (1) Lönd Litla- og Stóra- Botns, Hrísakots, Ingunnarstaða, Þrándarstaða og Skorhaga. Svæðið tekur yfir fjörur í Botnsvogi og Brynjudalsvogi, svo og Brynjudal og Botnsdal, allt upp fyrir Hvalvatn. (2) Fagrir dalir, töluverður kjarrgróður. Mjög lífauðugar leirur, mikið fuglalíf. Glymur, hæsti foss landsins, er í Botnsá.
204. Reykjadalsá ásamt nálægum hverum og Rauðsgil, Reykholtsdalshreppi, Hálsahreppi, Borgarfjarðarsýslu. (1) Reykjadalsá frá ármótum árinnar við Hvítá að Giljafossi, hverasvæði Deildartungu, Deildartunguhver ásamt hverahólnum, hverirnir Vellir og Hægindakotshver ásamt nánasta umhverfi þeirra og Rauðsgil allt niður að Reykjadalsá. (2) Reykjadalsá er lygn, gróðurmikil á sem helst auð að vetrinum vegna hveravatns sem í hana rennur. Svigðumyndun árinnar er óvenju falleg. Við Reykjadalsá eru vetrarstöðvar andfugla og á jarðhitasvæðunum er einnig að finna athyglisverðan gróður og dýralíf. Jarðhitasvæðið í Deildartungu er samfellt jarðhitakerfi með hverum, laugum og lindum, en Deildartunguhver er vatnsmesti hver landsins. Árhver (Vellir) er goshver í Reykjadalsá og einn af fáum ósködduðum hverum í Borgarfirði. Hægindakotshver er í alfaraleið, en við hann er allfjölbreytt dýralíf. Í Rauðsgili er að finna fallega fossaröð.
205. Sudda, Reykholtsdalshreppi, Borgarfjarðarsýslu. (1) Laug norðan við eyðibýlið Suddu og nágrenni hennar. (2) Laug í miklum dýjum. Óvenju fjölskrúðugt dýralíf. Ein af fáum ósködduðum laugum í Borgarfirði.
206. Húsafell, Hálsahreppi, Borgarfjarðarsýslu. (1) Jörðin Húsafell. (2) Tilkomumikið, fjölbreytt landslag, víðlendur skógur, laugar og lindir. Vinsælt útivistarsvæði. Þegar friðað að nokkru á vegum landeigenda, Skógræktar ríkisins og Náttúruverndarráðs, þ.e. Friðland í Húsafellsskógi.
207. Víðgelmir í Hallmundarhrauni, Hvítársíðuhreppi, Mýrasýslu. (1) Hellirinn, svo og hraunið næst honum í landi Kalmannstungu. (2) Stór hraunhellir.
208. Surtshellir og Stefánshellir í Hallmundarhrauni, Hvítársíðuhreppi, Mýrasýslu. (1) Hellarnir og hraunið næst þeim, í landi Kalmannstungu. (2) Stórir hraunhellar, Surtshellir er stærstur og nafntogaðastur íslenskra hella.
209. Arnarvatnsheiði og Tvídægra (401), Mýrasýslu, V-Húnavatnssýslu. (1) Vatnasvæði Arnarvatnsheiðar og Tvídægru. Að sunnan liggja mörk frá Guðnahæð í Efri Fljótsdrögum um Eiríksgnípu í tind Strúts og þaðan vestur í Vatnshnúk, um Spenaheiði, Sléttafell í Litlaskálshæð. Austurmörk eru úr Litlaskálshæð um Suðurmannasandfell í Guðnahæð. (2) Frjósamar tjarnir, stöðuvötn, flóar og ár á vatnasviði Þverár, Norðlingafljóts, Hrútafjarðarár, Miðfjarðarár og Víðidalsár. Silungsveiði og mikið fuglalíf.
210. Grábrókarhraun og Hreðavatn, Borgarbyggð (áður Norðurárdalshr. og Stafholtstungnahr.), Mýrasýslu. (1) Grábrókarhraun norðan hreppamarka allt austur að Bjarnardalsá og Norðurá, ásamt Hraunsey og fossinum Glanna. Hreðavatn allt og suðurhlíðar Setmúla milli Kiðár og Brekkuár. (2) Fjölbreytt og fagurt umhverfi, fjölsótt útivistarsvæði. Setlög með steingerðum plöntum frá tertíer í Brekkuárgili, Hestabrekku og Þrimilsdal.
211. Ferjubakkaflói og Ystatunga, Borgarbyggð (áður Stafholtstungnahr.), Borgarhreppi, Mýrasýslu. (1) Ferjubakkaflói við Eskiholt, Hóp, neðanverð Gljúfurá og Norðurá með bökkum ásamt Ystutungu sunnan Sólheimatungu. Að sunnan ræður þjóðvegur, að vestan Tjarnarás, Hóp og Gljúfurá, að austan Norðurá og Hvítá. (2) Víðáttumiklir flóar og flæðilönd, gróðursæl síki og lygnar ár. Einn mikilvægasti viðkomustaður andfugla hérlendis.
212. Utanverður Borgarfjörður, Álftaneshreppi, Borgarbyggð (áður Borgarneshr.) Borgarhreppi, Leirár- og Melahreppi, Mýrasýslu, Borgarfjarðarsýslu. (1) Fjörur og grunnsævi í Borgarfirði frá línu á milli Straumeyrar og Brákareyjar suður að Belgsholtshólma í Melasveit og vestur um Þórmóðssker að Álftanesi á Mýrum. (2) Víðáttumikið grunnsævissvæði, leirur og fitjar með miklu fuglalífi. Utanverður Borgarfjörður hefur afar mikla þýðingu fyrir æðarfugl síðari hluta sumars.
213. Hjörsey og Straumfjörður, Álftaneshreppi, Borgarbyggð (áður Hraunhr.), Mýrasýslu. (1) Hjörsey, Hjörseyjarsandur og aðrar eyjar og sker milli Hjörseyjarsands og Straumfjarðar ásamt fjörum og grunnsævi. (2) Leirur, mýrlendi og sjávarfitjar með miklum gróðri og dýralífi. Mikilvægt svæði fyrir fuglalíf.
214. Löngufjörur, Borgarbyggð (áður Hraunhr.), Eyja- og Miklaholtshreppi (áður Eyjahr. og Miklaholtshr.), Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellsbæ (áður Staðarsveit), Mýrasýslu, Snæfellsnessýslu. (1) Fjörur og grunnsævi ásamt strandlengju, eyjum og skerjum frá Ökrum og Hvalseyjum í Borgarbyggð vestur fyrir Sauratjörn í Eyja- og Miklaholtshreppi og Snæfellsbæ, svo og Sauratjörn sjálf auk Laxárbakkaflóa og Glámsflóa. (2) Grunnsævi, víðáttumiklar leirur, sandfjörur og fitjar, auk fjölda eyja og skerja. Blautir brokflóar. Afar mikilvægt svæði fyrir fuglalíf.
215. Barnaborg og Barnaborgarhraun, Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellsnessýslu. (1) Barnaborg ásamt öllu Barnaborgarhrauni. (2) Úfið apalhraun frá nútíma, víða lyngi og kjarri vaxið, runnið frá Barnaborg, eldvarpi í miðju hrauninu, kjörið útivistarsvæði.
216. Gerðuberg, Eyja- og Miklaholtshreppi (áður Eyjahreppi), Snæfellsnessýslu. (1) Stuðlabergsbelti milli bæjanna Gerðubergs og Ytra-Rauðamels, ásamt brekkunum niður að þjóðvegi. (2) Tilkomumikið stuðlað hraunlag og gróskumiklar blómabrekkur.
217. Hraun, gígar og hellar í Hnappadal, Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellsnessýslu. (1) Gullborg, Gullborgarhraun og Gullborgarhellar, Rauðháls og Rauðhálsahraun, Eldborgarhraun og Syðri Rauðamelskúlur. Mörk svæðisins í vestri liggja um Haffjarðará frá ósum í Oddastaðavatn og um Hraunholtaá í Hlíðarvatn. Að austan markast svæðið af vegum nr. 55, og nr. 54, síðan Garðalæk, Borgarlæk og Kaldá til ósa. (2) Heildstætt brunalandslag með fallegum gígum, hellum, hraunum og vötnum. Kjörið útivistarsvæði.
218. Rauðamelsölkelda, Eyja- og Miklaholtshreppi (áður Eyjahreppi), Snæfellsnessýslu. (1) Ölkeldan og næsta nágrenni hennar. (2) Ein af merkari ölkeldum landsins.
219. Ölkelda, Snæfellsbæ (áður Staðarsveit), Snæfellsnessýslu. (1) Ölkelda við samnefndan bæ í Staðarsveit. (2) Ósnortin, athyglisverð ölkelda.
220. Tjarnir við Hofgarða, Snæfellsbæ (áður Staðarsveit), Snæfellsnessýslu. (1) Hofgarðatjörn og tjörnin Kúka ásamt votlendi umhverfis þær. (2) Gróðurmiklar tjarnir og votlendi þar sem finnast sjaldgæfar plöntutegundir. Auðugt dýralíf.
221. Lýsuhóll, Snæfellsbæ (áður Staðarsveit), Snæfellsnessýslu. (1) Laug og kalkútfellingar við bæinn Lýsuhól, ásamt hallamýri ofan þeirra að brekkurótum. (2) Óvenjulegt gróðurfar, sjaldgæfar plöntur og sérstæð kalkútfelling við laugina.
222. Bjarnarfoss, Snæfellsbæ (áður Staðarsveit), Snæfellsnessýslu. (1) Foss suðaustur af Mælifelli, ásamt stuðlabergshömrum beggja vegna og gróskumiklum brekkum neðan þeirra. (2) Hár og tignarlegur foss sem blasir við frá Búðum. Tilkomumiklir hamrar og sérstæður gróður. NB: Hluti af svæðinu hefur verið friðlýst sem þjóðgarður, sjá augl. reglugerð nr. 568/2001.
223. Utanvert Snæfellsnes, Snæfellsbæ (áður Breiðuvíkurhr.), Snæfellsnessýslu. (1) Snæfellsnes vestan Fróðárheiðar utan ræktaðs lands og þéttbýlis. Á sunnanverðu nesinu markast svæðið til austurs af Búðaósi, vegi nr. 54 frá Búðum upp á Fróðárheiði. Á norðanverðu nesinu markast svæðið til austurs af vegi yfir Fróðárheiði og austurbakka Bugsvatna. (2) Fjölbreytilegt landslag, frá fjörum til efstu tinda Snæfellsjökuls. Eldstöðvar og hraun frá nútíma. Fjölsótt útivistarsvæði.
224. Svöðufoss, Snæfellsbæ (áður Neshreppur utan Ennis), Snæfellsnessýslu. (1) Foss í Laxá á Breið (Hólmkelsá) suðaustur af Ingjaldshóli svo og umgjörð fossins. (2) Hár og vatnsmikill foss með stuðlabergshömrum beggja vegna.
225. Búlandshöfði, Snæfellsbæ (áður Ólafsvíkurbær), Eyrarsveit, Snæfellsnessýslu. (1) Setlög í Búlandshöfða frá Mávahlíð að Höfða. (2) Merk jarðlög með steingerðum skeljum.
226. Stöð (Brimlárhöfði), Eyrarsveit, Snæfellsnessýslu. (1) Setlög í austurhlíð fjallsins. (2) Jarðlög með skeljum og blaðförum frá hlýskeiði á ísöld.
227. Berserkjahraun, Hraunsfjörður og nálæg vötn, Stykkishólmi (áður Helgafellssveit). (1) Berserkjahraun allt og Hraunsfjörður innan Seljaodda ásamt Selvallavatni, Hraunsfjarðarvatni og Baulárvallavatni. (2) Stórbrotið apalhraun með gíghólum og söguminjum, Berserkjagötu og Berserkjadys. Lífauðugar fjörur, veiðivötn. Kjörið útivistarsvæði.
228. Fjörur í Hofstaðavogi Stykkishólmi (áður Helgafellssveit), Skógarstrandarhreppi, Snæfellsnessýslu. (1) Fjörur og grunnsævi í Hofstaðavogi út að Jónsnesi og Kóngsbakka. (2) Miklar og frjósamar leirur. Mikil umferð farfugla.
229. Helgafell, Stykkishólmi (áður Helgafellssveit). (1) Fellið og nánasta umhverfi. (2) Sérkennileg klettaborg, stuðluð gosrásarfylling. Fagurt útsýni og fjölbreyttur gróður í hlíðum. Söguhelgi.
230. Fjörur í Álftafirði og Vigrafirði, Stykkishólmi (áður Helgafellssveit), Skógarstrandarhreppi, Snæfellsnessýslu. (1) Fjörur og grunnsævi í Álftafirði og Vigrafirði innan Helgafellseyja og Galtareyja. (2) Miklar og frjósamar leirur og þangfjörur. Mikil umferð farfugla.
231. Saltadý, Dalabyggð (áður Haukadalshr.), Dalasýslu. (1) Saltadý í landi Hamra í Haukadal og umhverfi þess. (2) Sölt laug, óvenjulegt gróðurfar.
232. Tungustapi, Dalabyggð (áður Hvammshr.), Dalasýslu. (1) Klettastapi fyrir miðjum Sælingsdal, milli Gerðis og Sælingsdalstungu. (2) Áberandi einkenni í landi og vætti í íslenskum þjóðsögum.
233. Skeljaleifar í Kaldrana, Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. (1) Fundarstaðir skeljaleifa á um 200 m breiðu strandbelti, frá Kaldrana austur að Holtahlíð í Saurbæ. (2) Merk sjávarsetlög með skeljaleifum frá lokum ísaldar.
235. Hvalfjarðarströnd, Hvalfjarðarstrandarhreppi, Borgarfjarðarsýslu. (1) Strandlengjan frá Miðsandi út að Katanesi. Til austurs markast svæðið af athafnasvæði olíustöðvar og til vesturs af athafnasvæði járnblendiverksmiðju. (2) Fögur strandlengja með fjölbreyttu landslagi og ríku fuglalífi.
236. Melabakkar og Narfastaðaós, Leirár- og Melahreppi, Borgarfjarðarsýslu. (1) Strandlengjan frá Súlueyri norður að Straumeyri ásamt Narfastaðaósi. (2) Fjölbreyttar og lífauðugar fjörur. Stórfellt sjávarrof. Merkar jarðfræðiminjar frá lokum síðasta jökulskeiðs auk fornskelja. Mikið útivistar- og rannsóknargildi.
237. Hafnarskógur, Leirár- og Melahreppi, Borgarfjarðarsýslu. (1) Hafnarskógur og landsvæði umhverfis. Til norðurs og austurs ráða hreppamörk Leirár- og Melahrepps og Skorradalshrepps að Katlaþúfu, þaðan bein lína til sjávar sunnan við Þjófakletta. (1) Náttúrlegur birkiskógur í nágrenni þéttbýlis. Mikið útivistargildi.
238. Klausturskógur og Fitjar í Skorradal, Skorradalshreppi, Borgarfjarðarsýslu. (1) Lönd jarðanna Vatnshorns, Bakkakots, Fitja og Fitjakots. Til norðurs og austurs markast svæðið af vegi frá Víðihryggjum inn að Fálkagili og upp með því að 293 m hæðarpunkti. Til suðurs og vesturs ræður lína um Sjónarhól, Eystri-Hrosshæð, Hríshól að Ytri-Hrosshæð, þaðan að Miðeyri í Skorradalsvatni. (2) Birkiskógur með gróskumiklum botngróðri, lítt snortnum af beit. Fjölbreytt fuglalíf við ós Fitjaár. Hefur mikið útivistargildi. NB: Þetta svæði hefur verið friðlýst að hluta sem friðland sjá augl. B. nr. 164/2009
239. Borgarvogur, Borgarb yggð, Mýrasýslu. (1) Borgarvogur allur ásamt fjörum. (2) Leirur og fitjar með miklu fuglalífi.
240. Langárós, Borgarhreppi, Mýrasýslu. (1) Langárós frá mynni, upp með Langá að Skuggafossi. (2) Langárós er einn lengsti og frjósamasti árós landsins.
241. Elliðaey, Stykkishólmi. (1) Öll eyjan ásamt Breiðhólma og Dyrhólma. (2) Sérstætt landslag, stuðlabergsmyndanir. Mikið fuglalíf.
242. Höskuldsey, Stykkishólmi. (1) Eyjan öll. (2) Fjölskrúðugt fuglalíf, söguminjar.
243. Vaðstakksey, Stykkishólmi. (1) Eyjan öll. (2) Mikið fuglalíf.
244. Þormóðsey, Stykkishólmi. (1) Eyjan öll ásamt skerjum. (2) Fjölskrúðugt fuglalíf.
245. Lambey og Steindórseyjar, Dalabyggð, Dalasýslu. (1) Steindórseyjar og Lambey á Hvammsfirði ásamt dröngunum Karli og Kerlingu við Lambey. (2) Eyjar með fjölbreyttu fuglalífi.
246. Hrappsey og Klakkeyjar, Dalabyggð, Dalasýslu. (1) Hrappsey, Skertla, Skarða, Dímunarklakkar, Stekkjarey og Bæjarey. (2) Einstakt landslag í Klakkeyjum og sérstæð berggerð, anortósít, finnst í Hrappsey.
247. Rauðseyjar, Dalabyggð, Dalasýslu. (1) Rauðseyjar allar, Svörtusker, Kjarnaklettur, Selhólmi, Beitarey, Bæjarey, Köngursey og Ásmundarsker. (2) Fallegur eyjaklasi, landslag dæmigert fyrir Breiðafjarðareyjar