Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Saga ICV

Upphaf sjálfboðaliðastarfs í þágu náttúru á Íslandi var árið 1978 þegar Náttúruverndarráði bauðst að fá breska sjálfboðaliða til landsins, þeir unnu á nokkrum stöðum á landinu m.a. byggðu þeir hleðsluvegg umhverfis nýbyggt landvarðarhús í þjóðgarðinum sem þá hét: við Jökulsárgljúfur en er í dag Vatnajökulsþjóðgarður. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í tvær vikur og unnu undir handleiðslu Sigrúnar Helgadóttur, þá landvarðar á svæðinu.

Umhverfisstofnun hefur rekið verkefni sjálfboðaliðastarfs í náttúruvernd frá upphafi stofnunarinnar. Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar er fjölbreytt verkefni með sjálfboðaliða sem ráðnir eru til langtíma beint af stofnuninni. Verkefnið hefur undanfarin áratug verið að hluta til samstarfsverkefni við erlend sjálfboðaliðasamtök The British Conservation Volunteers (BTCV) en er nú einungis undir Umhverfisstofnun sem vinnur einnig í samstarfi við íslenska framhaldsskóla.

Tölfræðileg gögn frá upphafti starfs eru ekki fyrir hendi en samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Helgadóttur, komu að lágmarki 10 sjálfboðaliðar sumarið 1978 og aftur á árunum frá 1982 til 1995 og störfuðu á Gljúfrum og í Skaftafelli (sem gera a.m.k. 100 vinnudaga yfir 15 ár).

Nákvæm tölfræði er til frá árinu 1996 til ársins 2017 og hafa sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar unnið 6.991 vinnudag (1.398 vinnuvikur) á yfir 60 friðlýstum svæðum á Íslandi. Til ársins 2012 voru flestir sjálfboðaliðanna frá útlöndum en árið 2013 voru mikil tímamót, þegar samstarf við íslenska framhaldsskóla hófst og hlutfall íslenskra sjálfboðaliða fór þar með upp í 21% (var 1% árið áður). Þetta samstarf hefur verið frjótt og veitt mikinn innblástur.

Sjálfboðaliðar Umverfisstofnunar vinna á friðlýstum svæðum og á svæðum sem eru á náttúruminjaskrá. Þeir aðstoða landverði Umhverfisstofnunar, landverði Vatnajökulsþjóðgarðs og landverði þjóðgarðs við Snæfellsjökul.

Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar búa yfir gríðarlega mikilli reynslu og sinna ekki almennt launuðum störfum og verktakatækum störfum þar sem það er andstætt kjarasamningum og lögum um starfskjör launafólks. Sjálfboðaliðarnir vinna í dag ávallt í verndunarskyni, hvort sem það er til að endurheimta, viðhalda eða vernda landslag, verndun dýralífs og gróðurfars, og til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika.

Vinnan er unnin með handverkfærum, þ.e. engar vinnuvélar. Verkefnin eru staðsett á svæðum sem eru úr alfaraleið og því getur reynst erfitt að fá fólk í vinnu á slíkum svæðum. Einnig öðlast sjálfboðaliðarnir lærdóm og reynslu af sínum störfum sem nýtist þeim í námi eða starfi. Á sama tíma hefur þetta verkefni haft gríðarlega mikilvægt félagslegt hlutverk í því að gera íslenskum og erlendum ungmennum kleift að upplifa náttúruna og taka þátt í verndun hennar.

Síðasta verkefni ársins 2017 var unnin í lok ágúst þegar mjög fjölbreyttur hópur tók þátt í Grænu helginni (e. Big Green Weekend sem einnig alþjóðlegur viðburður). Þar komu saman sjálfboðaliðar frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Menntaskólanum við Hamrahlíð ásamt kennurunum og létu gott af sér leiða ásamt nokkrum erlendum sjálfboðaliðum sem hafa mikla reynslu. Þetta var í 6. sinn sem Umhverfisstofnun skipulagði þenna viðburð. Helgina 25-27 ágúst fór hópur sjálfboðaliða í Reykjanesfólkvang og þar var unnið af krafti við að lagfæra og afmarka göngustíga. Þessi viðburður er frábært tækifæri til að auka hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga.

Að verkefninu Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar koma nokkrir starfsmenn Umhverfisstofnunar: Umsjónarmaður sjálfboðaliða, sem skipuleggur sjálfboðaliðastarf (ráðningu sjálfboðaliða, gistingu, þjálfun, uppihald, verkfæri, samgöngur, öryggismál); landverðir í náttúrusvæðateymi sem skipuleggja verkefni á friðlýstum svæðum og fylgjast með sjálfboðaliðahópum þegar þeir koma á þeirra svæði; starfsmenn í rekstrateymi og upplýsingateymi. Á ári hverju koma einnig til Íslands 15-20 liðsstjórar sem eru sjálfir sjálfboðaliðar. Margir þeirra hafa unnið sem liðsstjórar á Íslandi í mörg sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Liðsstjórar Sjálfboðaliða Umhverfisstofnunnar taka þátt í að skipuleggja námskeið í göngustígagerð í Hólaskóla í byrjun maí ár hvert. 

Umhverfisstofnun hefur einnig tekið þátt í alþjóðlegu verkefni sem ber heitið „Volunteer Management in European Parks“ ásamt systurstofnunum í Europarc Federation. Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar hafa lokið með prýði þriggja ára samstarfi við níu aðra evrópska aðila og hlutverk Umhverfisstonunar var að stjórna ferð umsjónarmanna sjálfboðaliða milli Evrópulanda til að læra um sjálfboðaliðastarf annarra landa. Átján umsjónarmenn frá átta löndum heimsóttu þjóðgarða í Evrópu til að kynna sér sjálfboðaliðastarf erlendis. Samtals voru 180 dagsferðir nýttar og sérfræðingar frá Wales og Lettlandi heimsóttu Ísland árið 2013 og 2014

Síðan árið 2014, hefur Umhverfisstofnun einnig skipulagt námskeið sem hefur að markmiðið að þjálfa liðsstjóra sjálfboðaliðastarfs í þágu náttúru um ýmisskonar mál: stjórnun sjálfboðaliðahópa, aðferðir í úttekt og mat á ástandi göngustíga, aðferðir í viðhaldi náttúrulegra göngustíga, 4x4 akstur á hálendi, fyrsta hjálp, leit og björgun. Námskeiðið var í ár haldið í 5 sinn í Lake District þjóðgarðinum í Englandi með aðstoð The National Trust, The Conservation Volunteers og Arcenciel. Í mars 2018, sóttu 24 einstaklingar námskeiðið og var það mjög vel heppnað.

Á undanförnum 40 árum hefur Sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunar (og áður Náttúruverndarráð Ríkisins) veitt 3000 einstaklingum frá fjölmörgum löndum ógleymanlega upplifu, reynslu og umhverfis- og náttúrufræðslu. Mörg þeirra hafa síðan fundið framtíðastarf sem sérfræðingar og landverðir á þjóðgörðum í sínu heimalandi. Þess vegna er Sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunnar (enska heiti Iceland Conservation Volunteers) í dag þekkt og virt sjálfboðaliðastarf víða í heiminum: árið 2016 bauð Europarc Federation umsjónarmanni Sjálfboðaliðastarfs Umhverfisstofnunar René Biasone að halda málstofu á alþjóðlegri ráðstefnu sem þau skipulögðu í Sviss, sem 500 sérfræðingar og þjóðgarðsverðir frá 40 mismunandi löndum sóttu.

Sama ár var Sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunnar innblástur að sjálfboðaliðastarfi í Líbanon: þar sem sjálfboðaliði sem byrjaði störf sín hjá Umhverfisstofnun hóf starf hjá alþjóðalegum góðgerðarsamtök Arcenciel og stofnaði hann hið „Lebanese Conservation Volunteers“ verkefni (LCV). Umsjónarmaður Sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar aðstoðaði hann að sækja um styrk og fór svo haustið 2017 sjálfur í sjálfboðaliðastarf til Líbanon, ásamt 2 liðsstjórum sem unnu á Íslandi í mörg ár, með það að markmiði að aðstoða LCV að skipuleggja verkefni í náttúruvernd. Verkefnin hjá Líbanínska Sjálfboðaliðastarfinu er unnið með aðstoð flóttamanna frá Palestínu og Sýrlandi (sem fá þá tækifæri að upplifa sig gagnlega fyrir samfélagið), og einkum fátækt fólk í Líbanon sem fá þá tækifæri til að vera í náttúrunni og læra ýmisskonar starfsgreinar tengdar náttúruvernd.

Sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunar (og áður á vegum Náttúruverndarráðs Ríkisins) var fyrirmyndin fyrir stofnun Sjálfboðaliðasamtaka um Náttúruvernd árið 1986 (umsjónarmaður: Þorvaldur Örn Árnason), og fyrir stofnun Þórsmörk Trail Team á vegum Skógræktarinnar árið 2013. Sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunnar hefur einnig verið í samstarfið og aðstoðuðu Sjálfboðaliðaverkefni Skógræktarfélags Íslands (umsjónarmenn: Gabriel Pic og Jón Ásgeir Jónsson) frá árinu 2015.

Umsjónarmenn sjálfboðaliðastarfs á vegum Náttúruverndarráðs Ríkisins og Umhverfisstofnunar, hafa verið: Sigrún Helgadóttir (1978-1985), ýmsir sérfræðingar og landverðir Náttúruverndarráðs (1986-1995), Charles Goemans (1996-2011), René Biasone (frá 2012 og er enn í starfi). Julie Kermarec hefur einnig verið með umsjón sjálfboðaliðastarfs síðan í maí 2019.