Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Takmarkanir í náttúru Íslands

Samkvæmt 25. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd getur Umhverfisstofnun í verndarskyni takmarkað umferð eða lokað svæðum í óbyggðum ef hætta er á verulegu tjóni sökum ágangs. Slíkar ákvarðanir eru háðar staðfestingu ráðherra og ávallt er haft samráð við hlutaðeigandi sveitarfélag, landeigenda og aðra hagsmunaaðila.  Ákvörðun samkvæmt 25.gr. er endurmetin árlega.

Umhverfisstofnun getur einnig, samkvæmt 25. gr. a í náttúruverndarlögum, takmarkað umferð fyrir ferðamenn eða lokað svæði tímabundið, ef veruleg hætta er á tjóni sökum mikillar umferðar eða viðkvæms ástands náttúru. Haft er samráð við hlutaðeigandi sveitarfélag, landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustu og útivistarfólks sem ætla má að hyggi á ferðir um svæðið áður en ákvörðun er tekin. Slík takmörkun stendur að jafnaði ekki lengur en tvær vikur, en ef nauðsyn krefur er heimilt að framlengja hana að fenginni staðfestingu ráðherra.

Takmarkanir á umferð í óbyggðum sem eru í gildi:

Hellir við Jarðböðin í Mývatnssveit