Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Fjölmiðlar og merki

Við veitum fjölmiðlum forgangsþjónustu og sé það mögulegt svörum við alltaf samdægurs

Upplýsingum um neikvæða stöðu mála, s.s. mengun eða skemmdir á náttúru, er komið á framfæri við fyrsta tækifæri (innbyggt í gæðakerfinu okkar).

Við viljum vera leiðandi í opinberri umræðu um umhverfismál. Í því felst að koma á framfæri upplýsingum um stöðu mála og taka fagnandi allri umræðu um okkar verkefni. Við forðumst aldrei opinbera umræðu og veitum alltaf bestu upplýsingar sem völ er á. Við höfum það að leiðarljósi að miðla meira heldur en minna

Sjá nánar í upplýsingastefnunni okkar.

Merki

Hægt er að ná í merki Umhverfisstofnunar í ýmsum útgáfum.

Samfélagsmiðlar

Umhverfisstofnun nýtir samfélagsmiðla til að auðvelda viðskiptavinum og öðrum áhugasömum aðgang að því efni sem stofnunin gefur út.

 

Hafa samband