Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Aðeins fyrir efni um Kratus
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Kratus ehf. Umhverfisstofnun auglýsti opinberlega tillögu að starfsleyfi á tímabilinu 7. ágúst til 2. október 2013. Þá var haldinn kynningarfundur í félagsheimilinu Fannahlíð þann 4. september þar sem tillagan var kynnt ásamt starfsleyfistillögu fyrir GMR Endurvinnsluna ehf.

Reksturinn fer fram að Klafastaðavegi 4 í Hvalfjarðarsveit (Grundartangasvæðinu). Reksturinn gengur út á að vinna ál úr álgjalli frá álverum og bræða upp hreint ál sem þar fellur til vegna bilana. 

Á auglýsingatíma barst Umhverfisstofnun sex umsagnir um starfsleyfistillöguna. Þar sem margar góðar ábendingar bárust og mikill áhugi var á málinu, voru gerðar breytingar frá tillögunni þegar leyfið var endanlega gefið út. Það ber helst að nefna að sett hafa verið losunarmörk fyrir klórefni og losunarmörk fyrir PCDD/PCDF efni (díoxín) hafa verið lækkuð. Ákvæði um meðhöndlun síuryks og saltköku hafa einnig verið þrengd. Þá kom fram athugasemd um að framleiðsluheimild væri of rúm miðað við ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu. Þessari heimild var því breytt. Umhverfisstofnun ákvað auk þess að hafa í leyfinu ákvæði um meðhöndlun á fínu ryk úr álgjalli sem ekki fer í ofninn. Nokkrar minni orðalagsbreytingar voru einnig gerðar. 

Viðbrögð Umhverfisstofnunar við athugasemdunum hafa verið tekin saman í greinargerð sem fylgir með fréttinni í sérstöku skjali þar sem útlistað er ítarlega hvernig Umhverfisstofnun brást við athugasemdum sem fram komu. Þó stofnunin hafi ekki orðið við öllum óskum um að breyta leyfinu þá er ljóst að það umsagnirnar höfðu mikil áhrif á endanlega afgreiðslu málsins og að stofnuninni var fengur að þeim.'

Tengd gögn