Stök frétt

Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður og Landgræðslan standa fyrir málþingi um ábyrgar fjallahjólreiðar í náttúru Íslands á Hótel Selfossi 22. maí næstkomandi kl. 17:00-19:00.

Markmiðið með málþinginu er að ræða um fjallahjólreiðar á víðum grunni með sjónarmiði allra hagsmunaaðila og eiga samtal um ábyrgar hjólreiðar með tilliti til verndunar náttúru og upplifunar ferðamanna og útivistarfólks. Farið verður yfir mikilvægi þess að  náttúruvernd, útivist og ferðaþjónusta vinni saman.

Fjallahjólreiðar eru stigvaxandi afþreying á Íslandi og þarf skipulag til að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða en sjá einnig til þess að gott aðgengi verði fyrir hjólreiðafólk að hjólaleiðum í náttúru landsins.


Dagskrá

17:00-17:10 – Setning málþings

    Magne Kvam, Icebike Adventures

 

17:10-17:20 – Áhrif fjallahjólreiða á gróður og jarðveg

                            Davíð Arnar Stefánsson, Landgræðslan

 

17:20-17:30 – Hjólreiðar í náttúru Íslands, lög og reglugerðir

                            Hákon Ásgeirsson, Umhverfisstofnun

 

17:30-17:40 – Hjólreiðar í Vatnajökulsþjóðgarði

                            Fanney Ásgeirsdóttir þjóðgarðsvörður

 

17:40-17:55 – Sjónarmið fjallahjólreiðafólks

                           Davíð Þór Sigurðsson, Fjallahjólabandalagið

 

17:55-18:10 – Fjallahjólreiðar í ferðaþjónustu

                           Rannveig Ólafsdóttir, Ice Bike Farm

 

18:10-18:20 – Kaffihlé

 

18:20-19:00 – Umræður og samtal

Fundarstjóri: Björn Helgi Barkarson, umhverfis- og auðlindaráðuneyti.