Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun, ásamt samstarfshópi skipuðum fulltrúum frá Garðabæ, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Minjastofnun Íslands, hefur undanfarið unnið að breytingum á mörkum ásamt uppfærslu á friðlýsingarskilmálum fyrir fólkvanginn Hlið í Garðabæ skv. 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. 

Umhverfisstofnun kynnir hér með tillögu að friðlýsingarskilmálum fyrir fólkvanginn Hlið ásamt tillögu að mörkum svæðisins.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 30. apríl 2020.

Frekari upplýsingar hér.

Athugasemdum við tillöguna má skila með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.