Stök frétt

Heilbrigðisráðherra hefur, eftir ráðleggingu sóttvarnalæknis, lýst yfir á samkomubanni á Íslandi næstu fjórar vikurnar frá 15. mars til 15. apríl. Nær þetta til rýma þar sem meira en 100 manns koma saman.

Samkomubannið mun ekki hafa áhrif á samgöngumiðstöðvar eins Leifsstöð, flugvélar, farþegaskip, hópferðabíla.
Samkomubannið getur haft áhrif á starfsemi þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, varðandi takmörkun á opnun gestastofunnar á Malarrifi og verður tilkynnt um slíkar takmarkanir ef af verður á heimasíðu, samfélagsmiðlum og tilkynning sett upp á dyr gestastofunnar. 
Vinsamlegast fylgist með eftirfarandi síðum um frekari almennari upplýsingar.

landlaeknir.is/koronaveira