Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Áhrifa covid-veirunnar gætir víða. Þessa mynd, horft frá af Dyrhólaey tók einn landvarða okkar, Ari, af svönum sem halda nú til við veginn að Dyrhólaey, í algjörum friði frá umferð ferðamanna.

Vanalega er þarna stanslaus straumur gesta um veginn sem heldur fuglunum fjarri. En nú eru vængjaðir vinir í friði og ró. Kannski hugsa þeir, loksins, loksins.

Umhverfisstofnun óskar landsmönnum gleðilegra páska.