Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Á miðvikudaginn kl.13 höldum við áfram með Umhverfisvarpið sem er reglubundin fræðsla á vegum Umhverfisstofnunar. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri í teymi friðlýsinga, ætlar að fræða okkur um átak í friðlýsingum og í hverju það felst. Hún mun einnig fara yfir helstu verkefnin á sviði friðlýsinga sem eru í vinnslu hjá stofnuninni og hvað friðlýsingar fela í sér. Hægt verður að spyrja spurninga í gegnum spjallvirkni og við hvetjum alla til að nýta sér það.

Kynning fer fram í gegnum forritið Teams. Ekki er nauðsynlegt að stofna aðgang til að komast inn á fundinn. Ekki þarf að hlaða niður forriti ef fylgst er með í gegnum vafra, en ef ætlunin er að fylgjast með fundinum í gegnum síma þarf að hlaða niður Teams smáforritinu. Ekki er mælt með að nota Safari vafrann en aðrir vafrar virka vel. 

Markmið Umhverfisvarpsins er markviss upplýsingagjöf sem er eitt af átta yfirmarkmiðum stofnunarinnar. Einnig að auka þekkingu á verkefnum stofnunarinnar, auka umhverfisvitund í samfélaginu, auka gegnsæi, auka aðgengi að sérfræðingum og halda fjarfundamenningu á lofti.