Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Til að einfalda vinnu við gerð loftslagsstefnu hefur Umhverfisstofnun birt leiðbeiningar sem nálgast  má á vef Grænna skrefa. 

Samkvæmt  lögum um loftslagsmál  ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkis að setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun ásamt aðgerðum til að ná markmiðunum.  
Vilji hins opinbera er að fara fram með góðu fordæmi þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þess vegna er mikilvægt að allir leggist á eitt og vinni að metnaðarfullum markmiðum. 

Stefnan skal vera tilbúin í árslok 2021 en Umhverfisstofnun hvetur ríkisaðila til að hefjast handa sem fyrst og óskar öllum góðs gengis.