Stök frétt

Ársskýrsla Umhverfisstofnunar er komin út fyrir árið 2019 nú í annað sinn á rafrænu formi. Ársfundur stofnunrinnar féll niður að þessu sinni eins og ýmsir aðrir viðburðir sem orðið hafa fyrir röskun að undanförnu. Við viljum auka vægi rafrænnar miðlunar í þágu almennings og létta ykkur sporið. Ársskýrslan fær því veigameira hlutverk í að miðla þeim verkefnum sem hafa verið í brennidepli á tímabilinu. Í skýrslunni má sjá örerindi frá sérfræðingum stofnunarinnar á sviðum loftslags-, náttúruverndar- og vatnamála. Líkt og áður endurspeglar skýrslan þau markmið sem Umhverfisstofnun hefur sett sér til ársins 2022 og drögum við fram þá árangursvísa sem hvað best lýsa hlutverki okkar og starfssemi á liðnu ári.

Ársskýrsluna má nálgast hér: https://arsskyrsla.ust.is/2019/