Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Photo by John Salvino on Unsplash

Árlega skilar Umhverfisstofnun Losunarbókhaldi Íslands (e. National Inventory Report) til Evrópusambandsins og Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. United Nation Framework Convention on Climate Change), oft kallaður Loftslagssamningurinn, í samræmi við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Samkvæmt nýjasta losunarbókhaldi Íslands kom í ljós að losun milli áranna 2017 og 2018 jókst um 0,4% og hefur losunin verið nokkuð stöðug frá árinu 2011. Því er ljóst að betur má ef duga skal.

Stofnunin kappkostar að skila losunarbókhaldinu innan uppgefins tímaramma og sjá má síðustu skil á vefsíðu Loftslagssamningins. Í framhaldinu á sér stað úttektarferli þar sem tryggt er að bókhaldið uppfylli ströngustu kröfur. Aðferðafræðin sem notast er við er samræmd milli landa.

Eftirfarandi texti er tekinn úr ársskýrslu Umhverfisstofnunar 2019