Stök frétt

Gagnaþon fyrir umhverfið er yfirskrift nýsköpunarkeppni sem fer fram dagana 12.-19. ágúst undir umsjón Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Umhverfisstofnun er með opin gögn í boði sem keppendur þar geta nýtt sér, rennum yfir þau.

Landupplýsingar

Umhverfisstofnun rekur landupplýsingaþjóninn gis.ust.is þar sem hægt er að niðurhala eða nota vefþjónustur til að fá landfræðileg gögn um:

  • Mörk friðlýstra svæða
  • Mörk friðlýstra svæða með áherslu á sérstöðu vatns
  • Mörk friðlýstra svæða á rammaáætlun
  • Mörk loftgæðasvæða
  • Staðsetningar loftgæðamælingastöðva
  • Staðsetningar seyrulosunarstaða (tæming ferðasalerna)

Til að nýta gögnin er hægt að nota til dæmis ókeypis landupplýsingaforritið QGis

Loftgæði

Hægt er að niðurhala loftgæðamæligögnum í CSV fyrir liðin ár á api.ust.is sem og nýta sér þar JSON-vefþjónustu fyrir nýjustu gögn síðustu 24 tíma. 

Losunarbókhald

Umhverfisstofnun heldur utan um loftslagsbókhald Íslands þar sem losun gróðurhúsalofttegunda er tekin saman. Á síðunni er að finna Excel-skjal.

Úrgangur

Í boði eru CVS-skrár fyrir meðhöndlun úrgangs, endurnýtingu og endurvinnslu í ýmsum flokkum. 

Veiði

Haldið er utan um veiðitölur vegna fugla- og hreindýraveiða. Gögnin eru í Excel-skjali.