Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur vegna ástandsins í þjóðfélaginu ákveðið að fresta skotvopna- og veiðinámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu um óákveðinn tíma. Staðan verður endurmetin þegar nýjar reglur vegna Covid-veirunnar taka gildi.

Til stóð að halda skotvopnanámskeið 8.- 9. október sem og veiðikortanámskeið 13. október nk. Báðum þessum námskeiðum hefur verið frestað. Ef einhverjir óska þess að að hætta við þátttöku skulu þeir senda okkur póst á netfangið veidistjorn@ust.is  til að fá endurgreiðslu. Í póstinum þarf að koma fram kennitala og bankaupplýsingar.

Umhverfisstofnun vill einnig vekja athygli á því að vegna veirunnar hefur tímabundið verið tekið fyrir að skotveiðikandídatar mæti í upptökupróf á skrifstofum Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24. Beðið verður með öll upptökupróf uns staðan skýrist.

Þá má þess geta að ekki verður hreyft við auglýstu námskeiði í Borgarnesi í kvöld. Námskeiðið fer fram á boðuðum tíma.