Stök frétt

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Umhverfisstofnun hefur sent inn veiðistjórnunartillögur fyrir rjúpu árið 2024 til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. 

Tillögur Umhverfisstofnunar

Samkvæmt drögum að nýrri stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu skulu veiðidagar vera heilir og veiði hefjast fyrsta föstudag á eða eftir 20. október. Veiði er heimil frá og með föstudegi til og með þriðjudags innan tímabilsins. Því er óleyfilegt að veiða rjúpu miðvikudaga og fimmtudaga. 

Niðurstöður fjölþátta stofnlíkana (IPM) um hámarksfjölda veiðidaga og tillögur Umhverfisstofnunar að fjölda veiðidaga (veiðitímabili) eru eftirfarandi: 

Austurland:   45* (25. okt – 22. des) 
Norðausturland:     20 (25. okt – 19. nóv)
Norðvesturland:     20 (25. okt – 19. nóv)
Suðurland:     20 (25. okt – 19. nóv)
Vesturland:     20 (25. okt – 19. nóv)
Vestfirðir:     25 (25. okt – 26. nóv)


* 43 veiðidagar þar sem lög 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum kveða á um að rjúpa sé ekki veidd eftir 22. desember

Tillögurnar í heild sinni má lesa hér. 

Nýtt veiðistjórnunarkerfi

Tillögurnar eru byggðar á nýjum samþættum stofnlíkönum sem hafa verið þróuð samhliða stjórnunar- og verndaráætluninni af Dr. Fred Johnson, bandarískum sérfræðingi í stofnlíkanagerð og veiðistjórnun. Áætlunin er afurð samstarfs viðeigandi hagsmunaaðila og í henni er nýtt veiðistjórnunarkerfi kynnt.

Stofnmat Dr. Fred Johnson á rjúpu haustið 2024.

Í nýja veiðistjórnunarkerfinu er landinu skipt upp í svæðin sex sem talin eru upp hér að ofan (sjá mynd). Veiðitímabil hvers svæðis er ekki háð öðrum svæðum heldur stjórnast af ástandi stofnsins innan svæðisins.

Takmarkanir

Minnt er á að sölubann er á rjúpu. Veiðar eru áfram óheimilar á Reykjanesi (Landnám Ingólfs) en ráðuneytið hefur þó farið þess á leit við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun að leggja mat á afnám friðunar á því svæði.

Athugasemdir

Hægt er að senda inn athugasemdir varðandi tillögurnar til og með 19. júlí með því að smella á bláa hnappinn hér að neðan. Þau sem hyggjast gera slíkt eru hvött til þess að kynna sér stjórnunar- og verndaráætlunina áður en spurningar eru sendar inn þar sem hún útskýrir fasta stjórnþætti og aðferðafræði við ákvarðanatöku á lengd veiðitímabils.

Senda inn athugasemd

Mynd 1. Skipting veiðisvæða eftir landshlutum

Mynd 1. Skipting veiðisvæða eftir landshlutum