Stök frétt

Mynd: Eldgos á Reykjanesi vorið 2021 / Unsplash

Samkvæmt tilmælum lögreglustjóra eru gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir almenning við núverandi aðstæður.

Read this article in English

Loftgæði við gosstöðvarnar eru slæm, það gætir mengunar frá gosi og gróðureldum. Aðstæðurnar eru sérstaklega varhugaverðar fyrir börn og viðkvæma hópa. Fylgjast með loftgæðum á loftgaedi.is.

Skipulögð bílastæði og útsýnisaðstaða eru ekki fyrir hendi. Biðlað er til ökumanna að leggja ekki bílum á og við Reykjanesbraut.

Það er mjög erfitt að komast um svæðið. Svæðið er gamalt æfingasvæði bandaríska hersins og þar kunna að vera faldar sprengjur. 

Hægt er að fylgjast nánar með á vefsíðunum safetravel.is og road.is

Landverðir á vegum Umhverfisstofnunar starfa við lokunarpóst og veita upplýsingar um aðstæður. Þeir eru í sambandi við lögreglu og björgunarsveitir. Þessar fyrirbyggjandi aðgerðir hafa reynst mjög vel og náðst hefur að draga úr slysum síðan vorið 2021.

 

Gossvæðið á Reykjanesi er lokað og landverðir manna lokunarpóst.

Tengt efni: