Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stafræn stefna

Stafræn stefna Umhverfisstofnunar 2023 - 2025

Leiðarljós

Umhverfisstofnun leggur áherslu á að þjónusta fólk og náttúru í þágu umhverfisverndar með því að nýta tæknilega innviði til aukinnar upplýsingaöflunar og miðlunar.

Skoða stafræna stefnu Umhverfisstofnunar 2023 - 2025

Áherslur

Áherslur í stafrænu stefnunni eru:

Mannauður og skipulagsheild

Starfsfólk Umhverfisstofnunar býr yfir færni til þess að laga sig að tækninýjungum sem umbylta markaðnum. Menning stofnunarinnar hvetur til þverfaglegs samstarfs á milli starfseininga.

Stafrænir innviðir

Stafrænir innviðir eru aðlögunarhæfir, öruggir, skalanlegir og gera stofnuninni kleift að veita framúrskarandi skilvirka þjónustu í þágu umhverfisverndar.

Upplýsingadrifnar aðgerðir

Umhverfisstofnun er í fararbroddi stofnana í hagnýtingu gagna og nýtir nútíma tækni við upplýsingaöflun og miðlun til íbúa og hagaðila með umhverfisvernd og lýðheilsu að leiðarljósi.

Samþætt umhverfi við samstarfsaðila

Tækni innviðir styðja við öflugt samstarfsumhverfi hagaðila þar sem hæfni og geta er til staðar að miðla gögnum og samnýta lausir. 

 

Stefnan var samþykkt af yfirstjórn Umhverfisstofnunar vorið 2023.