Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Reykjavík

Fjölmennasta starfsstöð Umhverfisstofnunar er í Reykjavík. Vegna virkrar stefnu stofnunarinnar um störf án staðsetningar teygir starfsemin sig um land allt. 

Heimilisfang: Suðurlandsbraut 24,  108 Reykjavík.
Sími: 591 2000
Netfang: ust@ust.is

Umhverfisvænar samgöngur

Umhverfisstofnun hvetur alla að nýta sér umhverfissvænar samgöngur. Góðir göngu- og hjólastígar eru í grennd við starfsstöðina í Reykjavík ásamt góðri aðstöðu til að geyma hjól bæði fyrir aftan og framan húsnæðið.

Auðvelt er að taka Strætó að starfsstöðinni þar sem nokkrar leiðir Strætó ganga í grennd við Umhverfisstofnun með stoppistöðvum við Suðurlandsbraut 24. Smellið á yfirlitskort Strætó hér fyrir neðan til að finna þá leið sem ykkur hentar með Strætó. Á kortinu má einnig má finna aðgengilegar rafskútur sem hægt er að taka á leigu.


Hleðslustöð


Umhverfisstofnun býður upp á ókeypis hleðslu fyrir rafbíla við starfsstöð sína á Suðurlandsbraut 24.

Hleðslustöðin er opin á vinnutíma, á milli 7 og 18. Tenglar eru tveir talsins af „Type 2“ tegund. 

Æskilegt er að notendur virði tímatakmörkin 90 mínútur í hleðslu svo fleiri njóti.

Svansvottað húsnæði

Húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut er Svansvottað. Endurbætur sem gerðar voru á húsnæðinu árið 2019 voru fyrstu Svansvottuðu endurbætur á húsnæði á Norðurlöndunum. 

Nánar um Svansvottuðu endurbæturnar.