Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Samráðsnefnd

Þann 1. Janúar 2016 tóku gildi nýjar verklagsreglur hafa tekið gildi vegna ráðstöfunar tekna af sölu veiðikorta. Helstu breytingar eru þær að aukin áhersla verður lögð á að vinna að viðvarandi verkefnum á sviði veiðistjórnunar og sjálfbærra veiða, s.s. vöktunar veiðistofna auk smærri skilgreindra verkefna í þágu veiðistjórnunar.  Einnig er sú nýjung að sett er á fót sérstök ráðgefandi nefnd, Samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar.

Umhverfisstofnun starfrækir samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar sem er skipuð til þriggja ára og í henni skal vera einn fulltrúi frá Bændasamtökum Íslands, einn fulltrúi frá SKOTVÍS, einn fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði náttúruverndar, einn fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands og tveir fulltrúar sem Umhverfisstofnun tilnefnir og skal annar þeirra vera formaður.

Samráðsnefndina skipa eftirfarandi aðilar:

  • Skúli Þórðarson – formaður tilnefndur af Umhverfisstofnun
  • Steinar Rafn Beck Baldursson – ritari tilnefndur af Umhverfisstofnun
  • Ester Rut Unnsteinsdóttir – tilnefnd af Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Arne Sólmundsson – tilnefndur af SKOTVÍS
  • Hálfdán Helgi Helgason– tilnefnd af náttúrustofum, Náttúrustofu Austurlands
  • Jón Einar Jónsson – tilnefnd fyrir frjáls félagasamtök á sviði náttúruverndar, Fuglavernd
  • Hlynur Gauti Sigurðsson – tilnefndur af Bændasamtökum Íslands