Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Spurt og svarað

Veiðikort

Nú er hægt að hlaða niður rafrænu veiðikorti beint í snjallveskið í símanum í gegnum vef island.is eða með island.is appinu. Þeir sem hafa endurnýjað og greitt veiðikortið finna það undir "Skilríki".
Það þarf alltaf að skila inn veiðiskýrslu þó svo að ekkert sé veitt. Skýrslunni er þá skilað inn auðri. Skila þarf veiðiskýrslu inn fyrir 1. apríl svo ekki komi til sektar sem er 1500 kr. og erfist hún milli ára ef kortið er ekki tekið.
Nei, það þarf ekki að endurnýja kortið ef ekkert er haldið til veiða. Endurnýjun veiðikorts þarf þó að gerast innan tíu ára frá síðustu endurnýjun en eftir þann tíma þurfa menn að taka hæfnispróf verðandi veiðmanna til að fá veiðikort aftur. Þó að veiðikort sé ekki endurnýjað þarf að skila inn veiðiskýrslu fyrir 1. apríl því veiðikortið gildir frá 1.apríl til 31. mars ári síðar en veiðiskýrslan tekur til almanaksársins. Það er, ef þú ert með veiðikort 2021 gildir það frá 1.apríl 2021 eða þeim degi sem þú kaupir það eftir þann dag til 31.mars 2022.
Við endurnýjun veiðikorts þarf veiðimaður að skila inn veiðiskýrslu undangengins veiðiárs. Óheimilt er að endurnýja veiðikort nema veiðiskýrslu hafi verið skilað inn. Það er hægt að skila inn veiðiskýrslu og umsókn um veiðikort hér. Til að komast inn á skilavefinn notar þú annað hvort rafrænt skilríki eða íslykil sem þjóðskráin gefur út. Skjótvirkasta afgreiðsla veiðikorta fæst með því að óska einungis eftir rafrænu veiðikorti og greiða með greiðslukorti á vefnum en þá færð þú rafrænt veiðikort sent um hæl á netfangið þitt.
Þú ferð inn á skilavefinn á þitt svæði með íslykli eða rafrænu skilríki og smellir á „Sendu mér rafrænt veiðikort aftur“ og þú færð veiðikortið sent á netfangið þitt sem þú ert með skráð hjá okkur.