Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Upplýsingar

  • Veiðikort
    Allir sem stunda veiðar á fuglum og spendýrum hér á landi þurfa að hafa veiðikort. Til að fá veiðikort í fyrsta sinn þurfa menn að hafa tekið próf fyrir verðandi veiðimenn en upplýsingar um það má sjá hér. Eftir það þarf veiðimaður að skila inn veiðiskýrslu og endurnýja veiðikort sitt árlega og er gjald fyrir það 3500 kr. Það er heimilt að sleppa endurnýjun veiðikorts í allt að tíu ár ef ekki er farið til veiða á tímabilinu. Veiðikortið gildir að jafnaði frá 1.apríl til 31.mars árið eftir eða frá þeim degi sem það er fengið til 31.mars. Skilyrði fyrir því að endurnýja veiðikort er að skila inn veiðiskýrslu undangengins veiðiárs. Þar sem veiðikortið er með gildi á tvemur árum þarf veiðikorthafi að skila inn veiðiskýrslum í tvö ár fyrir hvert veiðikort. Ef veiðikorti er skilað eftir 1.apríl hækkar veiðikortagjaldið um 1.500 kr. Veiðikortshafa er skylt að skila inn veiðiskýrslu hvort sem hann veiddi eitthvað eða ekki og eins þó hann hyggist ekki endurnýja veiðikortið.
  • Til að skrá sig inn á skilavefinn er notað rafrænt skilríki eða íslykill. Ef þú ert hvorki með íslykil eða rafrænt skilríki getur þú sótt um íslykil á island.is. Þá berst þér íslykillinn annað hvort í netbanka/heimabanka þinn (tekur 5-10 mínútur) eða lögheimili (tekur 4-6 virka daga). Íslykillinn er aðgangsorð sem Þjóðskrá Íslands gefur út. Upplýsingar um rafræn skilríki í síma má finna á skilriki.is.

    Rafrænt veiðikort
  • Nú fá allir sent rafrænt veiðikort á sitt netfang þegar greitt hefur verið fyrir kortið. Við mælum með að veiðikortið verði vistað í snjallsíma svo hægt sé að framvísa því utan þjónustusvæðis símafyrirtækjanna. Í umsóknarferlinu þarf veiðimaður að óska eftir plastkortinu vilji hann vera með slíkt á sér en við hvetjum veiðimenn til að gera það ekki og láta nægja rafræna veiðikortið, til þess að draga úr plastnotkun. Ef veiðimaður greiðir fyrir veiðikortið með greiðslukorti á netinu afgreiðist rafræna veiðikortið samstundis. Ef greitt er inn á bankareikning eða veiðimaður velur plastkort getur afgreiðslufrestur verið allt að vika. Ef veiðikort glatast er alltaf hægt að fara inn á skilavefinn og kalla eftir nýju rafrænu veiðikorti sem er þá sent samstundis með tölvupósti á netfang viðkomandi.