Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Skotvopnanámskeið

Ríkislögreglustjóri hefur gert samning við SKOTVÍS sem heldur nú utan um skotvopnanámskeið

SKOTVÍS og Umhverfisstofnun hafa gert samkomulag um að samnýta innskráningar-og prófakerfi núna í haust.

Námsefni og fyrirkomulag

Námsefnið er núna allt á netinu ásamt æfingaprófum.
Þátttakendur skrá sig hjá Lögreglunni til að fá samþykki til að fara á námskeið. Það er gert á island.is.
Síðan skrá þeir sig á hér inn á innskráningar og prófasíðu UST og velja skotvopnanámskeið.
Allar upplýsingar birtast síðan þar, skráning í verklegt og próf ásamt niðurstöðum úr prófi.

Greiðslur 

Námið fer fram í Skotveiðiskóla SKOTVÍS og kostar 34.500- .
Lagt er inn á reikning SKOTVÍS 0516-04-763201 kennitala SKOTVÍS 620379-0269.
Stuttu seinna færðu sendan aðgang í tölvupósti.

Innifalið í gjaldinu er námsefni og æfingapróf, verklegt á skotvelli og prófagjald.
Einnig eitt upptökupróf en eftir það þarf að greiða 7.500- fyrir hvert próf.

Athugið að ekki má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi. Jafnframt má enginn fara á veiðar nema hafa gilt skotvopnaleyfi og hafa meðferðis gilt veiðikort.