Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Áætlanir um framkvæmdir

Áætlun um framkvæmdir við að stofnsetja, byggja upp og reka þjóðgarðinn (í samstarfi við hvern yrði slík áætlun unnin? Hvað væri í slíkri áætlun?)

Eftir friðlýsingu svæðisins verður gerð stjórnunar- og verndaráætlun, sem gerir grein fyrir verðmætum svæðisins og verndargildi þess. Stjórnunar- og verndaráætlunin verður unnin í samvinnu við sveitarfélög, rétthafa og landeigendur og eftir atvikum aðrar fagstofnanir og hagsmunaaðila og verður endurnýjuð á 10 ára fresti. Slík áætlun mótar framtíðarstefnu fyrir svæðið og er ákveðið stjórntæki sem tekur m. a.  á landvörslu, skipulagi, vernd og stjórnun.

Í áætluninni verður fjallað um hvernig er hægt að vernda svæðið sem best um leið um og aðgengi sé tryggt.

Forgreining Vestfjarðastofu á innviðaþörf þjóðgarðs á Vestfjörðum