Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Eldsneyti

Ísland skilar árlega af sér skýrslum um efnainnihald innflutts eldsneytis. Hægt er að skoða þessar skýrslur hér.
Nei, Umhverfisstofnun fylgist með efnainnihaldi fyrst og fremst og þessi málaflokkur er víðtækur og fellur undir fleiri stofnanir, t.d. Orkustofnun.
Svartolía samanstendur af þungum kolefnasameindum með hátt suðumark og hefur yfirleitt hátt brennisteinsinnihald, sem má að hámarki vera 3,5% (m/m). Svartolía er mikið notuð sem skipaeldsneyti sökum þess að hún er ódýr og vélar skipanna geta nýtt það. Til þess að mæta kröfum um brennisteinsinnihald er oft notaður hreinsibúnaður á útblæstrinum sem hreinsar burt brennisteinsoxíð sem myndast. Þessi olía eimast við hátt hitastig og inniheldur sökum þess oftast meiri óhreinindi en olía með lægra suðumark.
Nei, það er löglegt að brenna svartolíu í kringum strendur landsins. Það eru hinsvegar sum skip sem þurfa að nota losunar minnkunar aðferðir til mæta kröfum og mega nota það.
Það má ekki brenna eldsneyti með meira en 0,1% brennisteinsinnihald í höfnum án minnkunaraðferða á losun við bruna þess sem gerir það að verkum að bruni þess er sambærilegur gasolíu í losun.
Það er ekki hægt að segja neitt um það, svartur reykur getur komið til af mörgum ástæðum.
Það er hugsanlegt, guli liturinn getur bent til þess að hátt hlutfall brennisteins sé til staðar og svartolía má innihalda allt að 3,5% brennistein, meðan að í gasolíu sem má brenna við höfn er það aðeins 0,1%.
Reglugerð nr. 471/2016 um kerfi til endurheimtar bensíngufu.
Teymið hefur eingöngu afskipti af kerfi til endurheimtar bensíngufu, en önnur teymi innan stofnarinnar hafa afskipti af öðrum málum.
Virkni kerfa til endurheimtar bensíngufu skal vera 85% og þau skulu vera til staðar á bensínstöðvum ef árlegt gegnumstreymi fer yfir ákveðin mörk, sem sjá má í 47. gr. e. í efnalögum nr. 61/2016.