Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Plöntuverndarvörur

Plöntuverndarvara er efni eða efnablanda sem inniheldur eitt eða fleiri virk efni eða örverur, aðrar lífverur eða hluta þeirra, sem er notuð til að hefta vöxt, koma í veg fyrir sýkingar eða skemmdir í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti planta, svo sem plöntulyf, illgresiseyðar og stýriefni.
Um plöntuverndarvörur gilda efnalög nr. 61/2013 og reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur, sem sett var til innleiðingar á reglugerð (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og fleiri reglugerðum Evrópusambandsins er varða plöntuverndarvörur. Við innleiðinguna tóku reglur ESB gildi hér á landi og þar með varð Ísland aðili að umfangsmiklu regluverki sem nær til setningar plöntuverndarvara á markað innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Eftir að framkvæmt hefur verið áhættumat fyrir virkt efni tekur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvörðun á grundvelli þess hvort heimilt sé að nota virka efnið sem um ræðir í plöntuverndarvörum. Hægt er að fletta virkum efnum upp í gagnagrunni ESB um plöntuverndarvörur til að athuga hver staða þeirra er á markaði. Smelltu hér til að leita í grunninum.
Allar plöntuverndarvörur sem settar eru á markað á Íslandi skulu hafa gilt markaðsleyfi sem Umhverfisstofnun gefur út. Til eru þrjár tegundir markaðsleyfa; landsbundið markaðsleyfi sem veitt hefur verið í ríki á EES, gagnkvæm viðurkenning á markaðsleyfi sem veitt hefur verið í öðru ríki á EESu og leyfi fyrir hliðstæðum viðskiptum með plöntuverndarvöru.
Nei, til þess að það megi, þarf að sækja um gagnkvæma viðurkenningu á landsbundnu leyfi sem gefið hefur verið út í öðru EES-ríki.
Við gildistöku efnalaga nr. 61/2013 féllu úr gildi allar skráningar plöntuverndarvara sem höfðu verið með leyfi til þess að vera á markaði samkvæmt eldri löggjöf. Með II. bráðabirgðaákvæði efnalaga var veitt tækifæri til þess að sækja um tímabundna skráningu á þeim plöntuverndarvörum sem voru á markaði við gildistöku efnalaganna. Tímabundin skráning á plöntuverndarvöru gildir þar til að lokið er við að áhættumeta virka efnið í vörunni á vettvangi ESB.
Ef plöntuverndarvöru hefur verið veitt markaðsleyfi í einu landi innan EES er hægt að sækja um gagnkvæma viðurkenningu á því leyfi til þess að setja vöruna á markað í öðru landi. Ef plöntuverndarvöru er veitt gagnkvæm viðurkenning skulu öll skilyrði vegna notkunar hennar vera samkvæmt markaðsleyfinu í tilvísunaraðildarríkinu. Þetta er sú tegund markaðsleyfis sem beinast liggur við að sækja um til þess að markaðssetja nýja plöntuverndarvöru á Íslandi. Þú finnur frekari upplýsingar í leiðbeiningum um veitingu markaðsleyfa.
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má finna annars vegar lista yfir þær plöntuverndarvörur sem eru með tímabundna skráningu til að vera á markaði og hins vegar lista yfir útgefin markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvörum á grundvelli reglugerðar nr. 544/2015.
Senda þarf útfyllt umsóknareyðublað vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru til Umhverfisstofnunar ásamt nauðsynlegum gögnum. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar.
Upplýsingar um gjald fyrir veitingu markaðsleyfis á plöntuverndarvöru má finna í gjaldskrá Umhverfisstofnunar.
Hægt er að sækja um undanþágu frá markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru undir tveimur kringumstæðum. Annars vegar vegna hættu sem ekki er mögulegt að halda í skefjum með plöntuverndarvörum sem þegar eru með markaðsleyfi eða með öðrum aðferðum sem ekki byggjast á notkun efna og hins vegar tímabundið markaðsleyfi til notkunar á plöntuverndarvöru í rannsókna- eða þróunarskyni.
Um merkingar á plöntuverndarvörum gildir reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, og reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur sem innleiðir reglugerð (ESB) nr. 547/2011 um kröfur til merkinga á plöntuverndarvörum. Ef um er að ræða merkingar á plöntuverndarvöru með tímabundna skráningu gildir jafnframt reglugerð nr. 1002/2014 um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum.
Plöntuverndarvörum er skipað í tvo flokka, annars vegar vörur sem ætlaðar eru til almennrar notkunar sem allir geta keypt og notað og hins vegar vörur sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni en til þess að mega kaupa þær og nota þarf einstaklingur að vera með notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum frá Umhverfisstofnun. Sjá nánar um notendaleyfi hér.
Já, ef fræið er meðhöndlað með plöntuverndarvöru sem leyfð er í a.m.k. einu ríki á EES fyrir þessa tiltektu notkun.
Um auglýsingar plöntuverndarvara gilda ákvæði 66. gr. í reglugerð (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, sem innleidd er með reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur. Þar segir m.a.:

Hverri auglýsingu fyrir plöntuverndarvöru skulu fylgja setningarnar:
  • Sýnið aðgát við notkun plöntuverndarvara.
  • Lesið ávallt upplýsingar á merkimiða og vöruupplýsingar áður en varan er notuð.

Þessar setningar skulu vera auðlæsilegar og greina sig frá öðrum hlutum auglýsingarinnar. Heimilt er að nota viðeigandi vöruflokk í stað orðsins „plöntuverndarvara“, s.s. sveppaeyðir, skordýraeyðir eða illgresiseyðir.

Auglýsingin skal ekki innihalda upplýsingar sem gætu valdið misskilningi um hugsanlega áhættu fyrir heilbrigði manna, dýra eða umhverfið eins og t.d. „áhættulítið“, „ekki eitrað“ eða „skaðlaust“. allar yfirlýsingar sem notaðar eru í auglýsingum skulu vera réttlætanlegar þ.e. ekki má setja fram fullyrðingar um vöruna, t.d. um virkni hennar, nema þær séu sannar.
Auglýsingar skulu ekki innihalda neina sjónræna framsetningu á athöfnum sem kunna að vera hættulegar t.d. blöndun eða notkun án hlífðarfatnaðar, notkun nálægt mat, notkun barna eða nálægt börnum.
Þegar notendaleyfisskyld vara er boðin fram í vefsölu, ber sá sem setur hana á markað á þann hátt ábyrgð á því að einungis handhafa gilds notendaleyfis sé afhent umrædd vara, sbr. 24. efnalaga og 6. gr. reglugerðar nr. 677/2021 um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna.