Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Merkingar á umbúðum efnavara í matvöruverslunum

Tilgangur og markmið:

  • Að skoða merkingar á hættulegum efnavörum í matvöruverslunum í þeim tilgangi að athuga hvort slíkar vörur uppfylli kröfur gildandi reglugerða um markaðssetningu efna og efnablandna. Um var að ræða vörur á borð við uppþvottalegi, klór og sterk hreinsiefni.
  • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um markaðssetningu efna og efnablandna.
  • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Eftirlitið náði til eftirfarandi fyrirtækja:

  • Bónus
  • Fjarðarkaup
  • Fjölval
  • Hagkaup
  • Halldór Jónsson ehf
  • Iceland
  • Karl K. Karlsson ehf
  • Kjarval
  • Kostur
  • Krónan
  • Megastore
  • Nathan & Olsen hf
  • Nettó
  • Rekstrarvörur
  • Samkaup úrval
  • Sema ehf
  • Víðir

 

Frávik frá ákvæðum reglugerðar 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna voru skráð. Hlutaðeigandi fyrirtæki fengu sendar niðurstöður eftirlitsins og óskað eftir úrbótum væri þess þörf. Öll fyrirtækin reyndust selja eina eða fleiri efnavörur sem voru ekki merktar á réttan hátt. Gerð var krafa um að vanmerktar vörur yrðu merktar samkvæmt gildandi reglugerðum og að send yrðu sýnishorn af endurbættum merkingum til Umhverfisstofnunar.

Samantektarskýrsla um eftirlitsverkefnið