Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Sólarvarnir á markaði - merkingar umbúða og innihaldsefni

Sólarvarnir á markaði, merkingar, rotvarnaefni og útblámasíur

Tilgangur og markmið:

  • Að skoða merkingar á umbúðum sólarvarna og tengdra vara og hvaða rotvarnarefni og/eða UV síur slíkar vörur innihalda í þeim tilgangi að athuga hvort þær uppfylli kröfur og takmarkanir gildandi reglugerða um snyrtivörur og breytinga á þeim.
  • Að ganga úr skugga um að sólarvarnir og tengdar vörur séu skráðar í snyrtivöruvefgátt ESB.
  • Að fræða birgja og söluaðila um reglugerðir sem gilda um snyrtivörur með áherslu á kröfur um merkingar og takmarkanir sem gilda um notkun efna og að allar snyrtivörur á markaði eigi að vera skráðar í CPNP vefgáttina.
  • Að auka neytendavernd.

Framkvæmd og helstu niðurstöður: 

Útbúinn var listi yfir fyrirtæki sem flytja inn sólarvarnir og tengdar vörur út frá upplýsingum frá Tollstjóra fyrir árið 2014 og á heimasíðum fyrirtækjanna. Farið var í eftirlit til eftirtalinna 9 birgja og í 8 verslanir. Eftirlitið stóð yfir tímabilið 21. maí – 11. júní 2015.

 Birgjar  Verslanir
 Arctic Trading Company hf., Reykjavík
 Akureyrarapótek, Akureyri
 Avon ehf., Reykjavík
 Apótekarinn, Akureyri
 Beiersdorf ehf., Reykjavík
 Nettó, Akureyri
 Celsus ehf., Reykjavík
 Lyfja, Egilsstöðum
 Icepharma ehf., Reykjavík
 Heilsuhúsið, Lágmúla, Reykjavík
 ÓM snyrtivörur ehf., Reykjavík
 Hagkaup, Holtagörðum, Reykjavík
 Sigurborg ehf., Reykjavík
 Krónan, Selfossi
 Terma ehf., Reykjavík  Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki
 Volare ehf., Vestmannaeyjum  

 

Niðurstaða verkefnisins sýnir að mjög lítið var um frávik frá gildandi reglugerðum og að sólarvörur í úrtaki uppfylla í nær öllum tilfellum kröfur þeirra. Birgjar eru nær undantekningarlaust vel upplýstir um þær reglugerðir og kröfur sem gilda um sólarvarnir og aðrar snyrtivörur og leggja áherslu á að flytja inn vandaðar og öruggar vörur. Sólarvörur á markaði hér á landi eru nær allar fluttar inn frá Evrópu. Þau frávik sem kröfðust úrbóta eiga við um sólarvörur sem fluttar eru inn frá landi utan EES svæðisins. Algengustu frávikin eru talin upp hér á eftir og voru gerðar kröfur um úrbætur til innflutningsaðila:

 

  • Á umbúðir vara vantaði upplýsingar um ábyrgðaraðila innan EES svæðisins.
  • Vara ekki skráð í snyrtivöruvefgátt ESB.

Viðbrögð fyrirtækja við niðurstöðu eftirlitsins voru í öllum tilfellum jákvæð og samskipti og samvinna við Umhverfisstofnun góð. Það fyrirtæki sem hafði frávik leitaði til stofnunarinnar um nánari upplýsingar um kröfur sem gilda um snyrtivörur. Þegar fyrirtækið hafði sýnt fram á úrbætur var því sent bréf um málslok.