Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Fleiri spurningar?

Á undirsíðum hér á vef Umhverfisstofnunar er leitast við að veita nægar upplýsingar um ákvæði REACH til að hægt sé að átta sig á hlutverkum og skyldum fyrirtækja. Að auki er algengum spurningum svarað á þar til gerðri síðu. Ef spurningar vakna sem ekki finnst svar við má beina fyrirspurnum til REACH þjónustuborðs Umhverfisstofnunar.

REACH þjónustuborð

Koma má fyrirspurnum varðandi REACH til stofnunarinnar með tvennum hætti:

  • Með tölvupósti á póstfangið ust@ust.is - Athugið að til að fyrirspurnir í tölvupósti komist strax til réttra aðila er gott að gefa þeim lýsandi efnislínu t.a.m. REACH fyrirspurn.
  • Á opnunartíma stofnunarinnar má hafa samband í síma 591 2000.

REACH þjónustuborð Umhverfisstofnunar svarar spurningum um gildandi reglur, miðlar upplýsingum frá Efnastofnun Evrópu og aðstoðar einstaklinga og fyrirtæki eftir því sem við á. Tæknilegum spurningum varðandi skráningar (t.a.m. hvað varðar hugbúnaðarlausnir) skal beina til Efnastofnunar Evrópu.

Upplýsingar varðandi REACH hjá öðrum