Skráningarkerfi

Samkvæmt reglugerð nr. 1061/2018 ber framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja að skrá sig í skráningarkerfi í umsjá Umhverfisstofnunar. Tilgangurinn með skráningarkerfinu er að greina innflutning þessara tækja og ákvarða eftirlit með þeim.

Umhverfisstofnun er heimilt að notast við upplýsingar frá tolla- og skattayfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds og sækir þær upplýsingar frá viðeigandi yfirvöldum.  Hingað til hefur Umhverfisstofnun fengið upplýsingar um innflytjendur frá Skattinum en framleiðendur þurfa að skrá sig hjá Ríkisskattstjóra.