Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Flug

Síðast uppfært: 13. desember 2024


Úthlutun

Þann 26. september 2024 voru flugrekendur búnir að fá úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir árið 2024.

 Þeir flugrekstraraðilar sem fengu úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum á núverandi viðskiptatímabili má sjá í töflunni hér að neðan ásamt þeim fjölda losunarheimilda sem hverjum var úthlutað. Þessi tafla inniheldur úthlutanir vegna flugs innan EES-svæðisins, til Bretlands og til og frá Sviss.


2021202220232024
Air Atlanta
0002.597
Bluebird
6.682
6.532
6.381
11.394
Fly Play
00044.214
Icelandair178.955
174.930
170.914
139.106
Papier-Mettler
545300





Uppgjör

Þann 1. október 2024 voru allir flugrekendur á Íslandi sem falla undir kerfið búnir að gera upp losun ársins 2023, nema einn flugrekandi sem gerði upp losun að hluta.

Fjórir íslenskir flugrekendur falla undir kerfið 2023 og þurfa að gera upp sína losun.

Losun frá flugrekendum í ETS kerfinu var 610.029 tonn af CO₂ ígildum árið 2023 samanborið við 537.296 tonn af CO₂ ígildum árið 2022. Losunin jókst um 14% milli 2022 og 2023. Losunin er því orðin meiri en hún var árið 2019 en er þó enn talsvert lægri en hún var þegar hún var sem mest árið 2018.

Hér er þó ekki um alla losun þessara flugrekenda að ræða, heldur eingöngu þá losun sem á sér stað innan EES svæðisins, til Bretlands og til og frá Sviss. Flug utan þess svæðis er ekki innan gildissviðs ETS kerfisins og er losun vegna þess flugs ekki með í þessum tölum. Flug utan ETS kerfisins fellur undir alþjóðlega kerfið CORSIA.

Á gagnvirka grafinu hér að neðan er hægt að skoða staðfesta losun frá 2013 frá öllum flugrekstraraðilum sem gera upp í ETS á Íslandi. Með því að velja strikin þrjú í hægra horninu er hægt að niðurhala gögnunum.


 

Flugrekendur á Íslandi hafa verið hluti af ETS kerfinu frá árinu 2013. Icelandair er eini flugrekandinn sem hefur fallið undir kerfið frá því að það tók gildi á Íslandi. Flugfélag Íslands var einnig með í kerfinu frá upphafi, en eftir að það sameinaðist Icelandair hefur síðarnefndi flugrekstraraðilinn einnig gert upp það flug sem áður heyrði undir Flugfélag Íslands.

WOW air var þátttakandi í kerfinu á meðan það starfaði 2014-2018.

Bluebird og Air Atlanta hafa einnig fallið undir kerfið stóran hluta tímabilsins en þeir flugrekendur eru báðir með litla losun í samanburði við stærri flugrekendur.

Fly Play er nýjasti flugrekandinn á Íslandi til að gera upp losun sína í ETS kerfinu og hóf sá flugrekandi starfsemi árið 2021.

 Papier-Mettler hefur verið starfandi lengi en þurfti að gera upp losun í ETS kerfinu 2021-2022 þegar losunin var nægilega mikil til að falla undir kerfið.


Samanburður

Á gagnvirka grafinu hér að neðan er hægt að skoða samanburð á endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir alla rekstraraðila á Íslandi í heild sinni og staðfesta losun frá þeim. Með því að velja strikin þrjú í hægra horninu er hægt að hlaða gögnunum niður.