Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Spurt og svarað

Vegna smitvarna, sjá nánar reglugerð nr. 1069/2009/EB (innleidd með reglugerð nr. 674/2017).
Já, það má flokka þann úrgang sem hefur ekki komist í snertingu við matvæli. Þetta á til dæmis við um úrgang frá hreinsun flutningstækja og aðra tilfallandi muni. Eldhúsúrgang frá flutningstæki í alþjóðlegri umferð má aðeins flokka ef öruggt er með sannanlegum hætti að úrgangurinn hafi ekki komist í snertingu við matvæli úr dýraríkinu eða umbúðir af matvælum úr dýraríkinu.
Já, hann er endurnýtingarhæfur svo lengi sem matvælin sem hann inniheldur komi frá landi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sjá skilyrði í reglugerð nr. 1069/2009/EB (innleidd með reglugerð nr. 674/2017).
Reglugerð nr. 1069/2009/EB (innleidd með reglugerð nr. 674/2017) tekur aðeins til smitvarna frá dýraafurðum. Aðrar reglur fjalla um smitvarnir vegna smithættu frá öðrum vörum. Á vef Matvælastofnunar má lesa nánar um sérstök innflutningsskilyrði fyrir matvæli og fóður sem ekki eiga uppruna sinn í dýraríkinu.

Með „endurnýtingu“ er átt við undirbúning úrgangsins fyrir endurnotkun, endurnotkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu. Orkuendurnýting með brennslu úrgangs frá flutningstækjum í alþjóðlegri umferð er þó heimil.
Endurvinnsluflokkar eru ekki staðlaðir milli ríkja en ólíklegt er að erlendir úrgangsstraumar verði óendurvinnsluhæfir á Íslandi vegna gæða eða efnasamsetningar. Misræmi í úrgangsflokkum milli landa er yfirleitt minniháttar og það ætti að ráðfæra sig við úrgangsmeðhöndlunaraðila ef vafamál koma upp.
Ekkert skilagjald er lagt á drykkjarvöruumbúðir sem fluttar eru frá Íslandi og því er ekki hægt að innheimta skilagjald fyrir þær. Endurvinnslan hf. sér um móttöku skilagjaldsskyldra drykkjarvöruumbúða og getur tekið á móti hreinum drykkjarvöruumbúðum til endurvinnslu en semja þarf sérstaklega um greiðslu og innheimtu skilagjalds við Endurvinnsluna hf. áður en hægt er að nýta þann endurvinnslufarveg.
Ekkert úrvinnslugjald er lagt á plast, pappír og pappaúrgang sem berst frá flutningstækjum sem starfa utan Íslands. Tvær leiðir standa til boða til að koma plasti, pappír og pappaúrgangi í endurvinnslu frá flutningstækjum sem starfa utan Íslands:

  1. Hægt er að semja við úrgangsmeðhöndlunaraðila um að endurvinna úrganginn beint án aðkomu Úrvinnslusjóðs.
  2. Greitt er úrvinnslugjald til Úrvinnslusjóðs af þeim úrgangi sem fellur til. Úrgangsmeðhöndlunaraðilinn innheimtir svo úrvinnslugjald frá Úrvinnslusjóði við meðhöndlun úrgangsins.
Bretland er ekki lengur partur af evrópska efnahagssvæðinu. Úrgangur úr dýraríkinu frá Bretlandi telst því sem alþjóðlegur úrgangur og þarf að fara í brennslu eða urðun við lendingu á Íslandi eins og annar matvælaúrgangur sem inniheldur dýraafurðir frá þriðja ríki.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með úrgangsmeðhöndlun á Íslandi. Matvælastofnun hefur eftirlit með meðhöndlun alþjóðlegs eldhúsúrgangs og veitir ráðgjöf vegna meðhöndlunar hans. Úrvinnslusjóður sér um söfnun og greiðslu úrvinnslugjalds frá pappír, pappa og plasti. Endurvinnslan hf. sér um innheimtu og greiðslu skilagjalds frá skilagjaldsskyldum drykkjarvöruumbúðum.
Í handbók Alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar (IATA) er fjallað um úrgangsmyndun, -meðhöndlun og -forvarnir um borð í flugvélum í alþjóðlegu samhengi. Finna má handbókina hér: IATA Cabin Waste Handbook (2019).