Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Handbók um sund- og baðstaði

Handbók fyrir sund- og baðstaði er gefin út með hliðsjón af reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010 með síðari breytingum. Handbókin er unnin í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Handbókinni er ætlað að skýra einstakar greinar reglugerðarinnar og einnig að leiðbeina um það sem ekki kemur fram í reglugerðinni en tengist henni á annan hátt. Handbókinni er ætlað að nýtast stjórnendum og starfsfólki sund- og baðstaða, eftirlitsaðilum, hönnuðum og þeim sem selja búnað fyrir sund- og setlaugar. Í viðauka við handbókina er að finna lista yfir öryggisbúnað sund- og baðstaða og drög að rekstrardagbók vegna mælinga og viðhalds, dagbók sundlauga vegna viðhalds og mælinga og hreinlætisáætlun á sund- og baðstöðum. 

Öryggishandbók fyrir sund- og baðstaði hefur verið gefin út sem viðauki við handbók þessa. Í öryggishandbókinni er að finna gátlista fyrir sund- og baðstaði, fjallað er um áhættumat og framkvæmd þess, viðbrögð við slysum á sund- og baðstöðum og viðbrögð við vá.