Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Rannsóknir og fræðsla

Margir fallegir fuglar eiga heimkynni í Dyrhólaey og þar ber helst að nefna lundann, fýlinn, kríu, langvíu, skúm, heiðlóu og jaðrakan. Best er að sjá lundann með því að ganga merkta stíga út frá bílastæðinu á Lágey. Í brimklifunum rétt við Arnardrang hafa þeir gert sér holur og sjást oft spóka sig fyrir framan heimilin sín. Einnig má sjá þá fljúga um og lenda í fuglabjörgunum af Háey. Fýllinn er annar einkennisfugl Dyrhólaeyjar og svífur oft glæsilega um brimklifin, við dranga og upp við fuglabjörgin, hann er fallegur fugl sem getur náð allt að 60-70 ára aldri. Gott og gaman er að taka kíki með í fuglaskoðun á Dyrhólaey til að sjá fuglana í nærmynd. Við minnum gesti okkar að haldi sig innan merktra stíga og bera sérstaka varkárni gagnvart fuglalífinu yfir varptíma fuglana (maí-september).

Rannsóknir á fuglalífi