Landmannalaugar

Bókunarkerfi 2025

Frá 20. júní til 14. september 2025 þurfa gestir sem koma akandi á eigin vegum á milli kl. 9 og 16 að bóka bílastæði fyrirfram og greiða þjónustugjald áður en komið er til Landmannalauga. Opnað verður fyrir bókanir snemma á árinu 2025.

Svæðið allt er opið fyrir umferð allan sólarhringinn og er hægt að koma og leggja í Landmannalaugum án þess að eiga bókun fyrir kl. 9 og eftir kl. 16, en þá verður rukkað þjónustugjald með myndavélakerfi. Gestir eru hinsvegar hvattir til að nýta aðra ferðamáta og koma með rútum eða skipulögðum hópferðum til að draga úr bílaumferð á svæðinu.

Bókunarkerfið var fyrst tekið í notkun 2024. Er þetta álagsstýring sem ákveðið var að taka upp til að draga úr umferðarteppu og öngþveiti sem daglega hefur skapast á bílastæðum og aðkomuleiðum inn að Landmannalaugum síðustu sumur.

Þjónustugjald er rukkað allan sólarhringinn og er það sama gjald og greitt er fyrir hverja bókun. 


Frá 20. júní til 15. september frá kl. 8 - 15 þarf að bóka bílastæði í Landmannalaugum / Mynd: Canva