Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Aðgengi og aðstaða

Surtarbrandsgil er í landi Brjánslækjar á Barðaströnd þar sem Breiðafjarðarferjan Baldur kemur að landi. Býlið Brjánslækur er ofan hafnar, um þrem kílómetrum sunnan við mörk friðlandsins í Vatnsfirði. Ekið er að Brjánslæk frá Barðastrandarvegi 62 í átt að Brjánslækjarkirkju en sýning um gilið er staðsett í gamla prestbústaðnum. Sýningin er opin alla daga frá 10. júní til 10. ágúst og allar göngur í gilið hefjast á því að hún er skoðuð með landverði. Göngur eru farnar fimm sinnum í viku.

Í húsinu er jafnframt starfrækt greiðasala ábúenda á Brjánslæk og þar er lítil sýning um Hrafna-Flóka Vilgerðarson. Salernisaðstaða eru í húsinu.