Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Málþing: Náttúran og vellíðan á efri árum

Umhverfisstofnun stendur fyrir málþingi um mikilvægi náttúrunnar fyrir líkamlega og andlega heilsu eldra fólks. Málþingið fór fram 23. október 2024 frá kl. 09:30 - 12:00 í Norræna húsinu.

Málþingið var hluti af ERASMUS+ verkefninu Grey4Green

Á dagskrá málþingsins voru spennandi fyrirlestrar og pallborðsumræður með þátttöku fjölbreyttra sérfræðinga í málefnum aldraðra og umhverfismála. 

Dagskrá:

  • 09:00 – 09:30 Velkomin
  • 09:30 – 10:00 „Hvað er Grátt fyrir grænt?“ – Inga Dóra Hrólfsdóttir og Julie Kermarec, Umhverfisstofnun
  • 10:00 – 10:30 „Af hverju náttúra?“ – Katrín Karlsdóttir, Umhverfisstofnun
  • 10:30 – 10:35 Kynning á þátttakendum í pallborði
  • 10:35 – 10:50 Kaffihlé
  • 10:50 – 11:50 Pallborð og umræður

      ° Dýrleif Guðjónsdóttir, Félag eldri borgara
      ° Halldór Reynisson, Aldin
      ° Margrét Auðunsdóttir, Landvernd
      ° René Biasone, Umhverfisstofnun
      ° Steinunn Arnars Ólafsdóttir, Háskóli Íslands

  • 11:50 – 12:00 Samantekt 
  • 12:00 – 12:05 Lokaorð

Um Grey4Green

Umhverfisstofnun er þátttakandi í ERASMUS+ verkefninu Grey4Green. Verkefnið snýst um að þróa sjálfboðaliðaverkefni í náttúruvernd meðal fólks sem er eldra en 60 ára. Markmið Grey4Green er að hvetja þennan aldurshóp til virkrar þátttöku í umhverfismálum (e. active ageing) og stuðla þannig að félagslegum og persónulegum vexti þeirra.

Helstu verkefni

Undanfarin 2 ár höfum við hjá Umhverfisstofnun unnið að verkefninu með félagasamtökum, sveitarfélögum og sjálboðaliðum úr röðum eldri borgara. Við höfum boðið upp á námskeið í þjálfun fyrir hugsanlega skipuleggjendur sjálfboðaliðaverkefna, skipulagt þátttöku í alþjóðlegum vinnsustofum um sjálfboðaliðastarf í náttúruvernd og skipulagt starf sjálboðaliða á Íslandi.

Um málþingið

Lokahnykkur í þátttöku Umhverfisstofnunar í verkefninu er að skipuleggja málþing þar sem við leggjum áherslu á mikilvægi náttúrunnar fyrir líkamlega og andlega heilsu aldraðra. Markmið málþingsins er að við hvetja bæði hagsmunaaðila og eldri borgara til að taka virkan þátt í samræðum um náttúruna og umhverfisverkefnum.