Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Spurt og svarað

Friðlýst svæði

Hægt er að nálgast friðlýsingarskilmála einstakra svæða á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Á síðunni er bæði hægt að leita að svæðum eftir landshluta og eftir staðarheitum.
Misjafnt er eftir svæðum hvaða reglur eða takmarkanir gilda innan þeirra. Hægt er að kynna sér friðlýsingarskilmála einstakra svæða sem er hægt að nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar  og stjórnunar og verndaráætlanir á heimasíðu stofnunarinnar
Upplýsingar um mörk friðlýstra svæða er að finna í friðlýsingarskilmálum friðlýstra svæða sem er hægt að nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar  og í kortasjá Umhverfisstofnunar.
Mismunandi reglur gilda um næturgistingu en almennar reglur eru þó skýrar. Nánari upplýsingar um almennar reglur og sérreglur friðlýstra svæða um næturgistingu er að finna hér
Misjafnt er eftir svæðum hvaða reglur eða takmarkanir gilda innan þeirra. Hægt er að kynna sér friðlýsingarskilmála einstakra svæða sem er hægt að nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar  og stjórnunar og verndaráætlanir á heimasíðu stofnunarinnar.
Vatnajökulsþjóðgarður og Þingvallaþjóðgarður eru sérstakar stofnanir sem starfa hliðstætt Umhverfisstofnun, undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Vegna mála er varða þær stofnanir skal hafa beint samband þangað.
Upplýsingar um friðlýst svæði í umsjón Umhverfisstofnunar er að finna á heimasíðu stofnunarinnar undir valmyndinni náttúra . Þar eru ýmsar upplýsingar um náttúruvernd, umgengni og náttúruverndarsvæði. Til þess að skoða náttúruverndarsvæði í Umsjón Umhverfisstofnunar ýtið hér.
Upplýsingar um Þingvallaþjóðgarð er að finna hér.
Upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð er að finna hér.
Það eru margar ástæður fyrir friðlýsingu svæða en jafnan koma ástæður friðlýsinga fyrir í greinum um verndargildi og markmið friðlýsinga sem finna má í öllum nýrri friðlýsingaskilmálum. Í grunninn er þó markmiðið að vernda náttúruna og tryggja rétt komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru og vernda einstök náttúrufyrirbæri ásamt vistgerðum villtra dýra og plantna. Meginmarkmiðið byggir þó á annarri og þriðju grein laga um náttúruvernd nr. 60/2013  sem fjallar um verndarmarkmið fyrir vistgerðir, vistkerfi og tegundir (2. gr.) og jarðminjar, vatnasvæði, landslag og víðerni (3. gr.).
Það er algeng mýta að með friðlýsingu svæða sé lagt bann við allri nýtingu svæða. Friðlýsingar eru þó mjög mismunandi eftir verndarflokkum ásamt því sem eldri friðlýsingar eru ónákvæmari en þær nýrri. Þegar friðlýsingar eru unnar á seinni árum eru þær unnar í samráði við hagsmunaaðila, sveitarfélög og landeigendur. Verndargildi er metið af Náttúrufræðistofnun Íslands og samstarfshópur um friðlýsinguna vinnur markmið hennar upp úr verndargildinu. Ef verndargildi og markmið krefjast þess að settar eru takmarkanir til þess að viðhalda vernd svæðisins þá eru settar takmarkanir.
Takmarkanir geta verkað á umferð um svæðið til verndar dýralífi eða gróðri, á flug dróna til verndar fuglalífi eða til að tryggja kyrrð og upplifun gesta. Á friðlöndum, sem eru friðlýst í þágu dýralífs, eru settar hömlur á skotveiðar. Stundum eru settar takmarkanir á heimildir til að tjalda.
Kveðið er á um takmarkanir í náttúruverndarlögum, t.d. er óheimilt að aka utan vegar, það gilda ákveðnar reglur um tjöldun í náttúru Íslands auk þess sem almannaréttur gildir um umferð fólks en ákveðnar heimildir eru þó til takmörkunar á umferð fólks. 
Engar takmarkanir eru settar á í friðlýsingum sem byggja á núgildandi náttúruverndarlögum nema í opnu ferli og samráði við hagsmunaaðila. Sjá má nánar um friðlýsingar í vinnslu hér  og friðlýsingar í kynningu hér.

Stjórnunar- og verndaráætlanir

Hér má finna þær stjórnunar- og verndaráætlanir  sem eru í gildi. Einnig mál nálgast þær á vef Umhverfisstofnunar  undir hverju svæði fyrir sig.
Umhverfisstofnun hefur það hlutverk samkvæmt 81. gr. laga um náttúruvernd (nr. 60/2013) að unnin sé stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir friðlýst svæði. Áætlunin er unnin í samvinnu við sveitarfélag, landeigendur og í sumum tilfellum aðra hagsmunaaðila og vinnan er kynnt í opnu kynningarferli svo allir geta komið athugasemdum að við vinnuferlinu. Tilgangurinn með stjórnunar- og verndaráætlun er að skapa umgjörð um stjórnun og uppbyggingu svæðanna með gagnsæjum hætti. Með því að vinna áætlanir í samvinnu við rétthafa og aðra hagsmunaaðila er ætlunin að skapa sem mesta sátt um svæðin og friðlýsingu þeirra en þannig næst bestur árangur í vernd svæðanna. Þegar stjórnunar- og verndaráætlun er til fyrir svæði er hún leiðbeiningarit starfsmanna Umhverfisstofnunar í rekstri og uppbyggingu svæða. Umhverfisstofnun lítur þannig á að rekstur svæðanna er sameiginlegt verkefni ríkis, sveitarfélaga og þeirra gesta sem sækja svæðin heim.

Drónar

Fljúga má dróna á friðlýstum svæðum nema annað sé tekið fram í friðlýsingarskilmálum viðkomandi svæðis eða í sérreglum sem birtar eru í stjórnunar- og verndaráætlun þess. Hér er hægt að nálgast lista yfir þau svæði þar sem takmarkanir eru á notkun dróna. Athugið að á sumum svæðum geta takmarkanir á notkun dróna verið árstíðarbundar.
Mismunandi reglur gilda um flug dróna á friðlýstum svæðum en í meginatriðum snúast takmarkanir á flugi dróna um vernd fugla og/eða að vernda kyrrðarupplifun gesta. Samantekt yfir mismunandi reglur á friðlýstum svæðum í umsjá Umhverfisstofnunar er að finna hér . Athugið að á sumum svæðum geta takmarkanir á notkun dróna verið árstíðarbundar.
Mismunandi reglur gilda um flug dróna á friðlýstum svæðum en í meginatriðum snúast takmarkanir á flugi dróna um vernd fugla og/eða að vernda kyrrðarupplifun gesta. Samantekt yfir mismunandi reglur á friðlýstum svæðum í umsjá Umhverfisstofnunar er að finna hér . Athugið að á sumum svæðum geta takmarkanir á notkun dróna verið árstíðarbundar.
Markmið friðlýsinga eru margvísleg en þar sem takmarkanir eru á notkun dróna er í flestum tilfellum verið að vernda dýralíf. Mismunandi er á hvaða árstímum takmarka þarf drónaflug en varpsvæði, fæðiöflunarstöðvar og flóðasetur eru einna helst þau svæði þar sem takmarkanir á notkun dróna geta gilt.
Í sumum tilfellum eru takmarkanir vegna öryggis gesta eða vegna verndunar kyrrðarupplifunar. 
Um takmarkanir drónaflugs er að finna hér.

Hægt er að sækja um leyfi til athafna á friðlýstum svæðum í gegnum þjónustugátt  Umhverfisstofnunar. Ef umsækjandi er ekki með íslenska kennitölu þá er hægt að sækja um hana í gegnum ensku útgáfu  heimasíðu stofnunarinnar.
Samgöngustofa fer með málefni loftferða á Íslandi og heyrir flug dróna því til stofnunarinnar. Almennar reglur um drónaflug er að finna hér á síðu Samgöngustofu.
Umhverfisstofnun veitir ekki leyfi til drónaflugs innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða Þingvallaþjóðgarðs.
Ef um er að ræða verkefni sem fer fram innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs er sótt beint um leyfi til þeirra hér 
Ef um er að ræða verkefni sem fer fram innan marka Þingvallaþjóðgarðs er sótt beint um leyfi til þeirra hér

Afgreiðslutími almennra erinda er þrjár vikur nema þau erindi sem eru sérstaklega tilgreind í töflu sem sjá má hér. Afgreiðslutími erinda miðast við að öll gögn sem nauðsynleg eru til ákvarðanatöku liggi fyrir. Málshraði er gefinn upp í dögum og eru frídagar innifaldir í heildartölu ef undanskilinn er málshraði undir fimm dögum.

Verkefni Málshraði 
 Leyfi til framkvæmda á friðlýstum svæðum     30 dagar
 Leyfi fyrir myndatöku og/eða drónaflug á friðlýstum svæðum   15 dagar 
 Leyfi til umferðar inn á lokuð friðlýst svæði  15 dagar
 Fyrirspurnir  5 virkir dagar  
 Öll leyfi innan marka verndarsvæðisins Mývatn og Laxá  30 dagar

Umhverfisstofnun hefur sett sér tímamörk fyrir afgreiðslu erinda eftir eðli þeirra sjá töflu . Sé sótt um með styttri fyrirvara en þar kemur fram getur stofnuninn ekki ábyrgst að það náist að afgreiða erindið í tæka tíð fyrir þann tíma sem áætlað er að verkefnið eigi að eiga sér stað.

Verkefni Málshraði 
 Leyfi til framkvæmda á friðlýstum svæðum     30 dagar
 Leyfi fyrir myndatöku og/eða drónaflug á friðlýstum svæðum   15 dagar 
 Leyfi til umferðar inn á lokuð friðlýst svæði  15 dagar
 Fyrirspurnir  5 virkir dagar  
 Öll leyfi innan marka verndarsvæðisins Mývatn og Laxá  30 dagar

Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta gjald fyrir afgreiðslu leyfisumsókna sem stofnunin annast og þær undanþágur sem hún veitir samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 60/2015. Gjaldið skal vera í samræmi við gjaldskrá sem ráðherra hefur staðfest og birt er í B-deild Stjórnartíðinda. Gjaldskrána má einnig finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.  Gjaldið má ekki vera hærra en sem nemur kostnaði við afgreiðslu erindisins. Gjaldtaka á við hvort sem um er að ræða verkefni vegna tómstundaflugs eða í atvinnuskyni.

Akstur utan vega

Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin eða snjóþekjan traust og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Heimilt er að leggja vélknúnum ökutækjum bílbreidd frá vegi ef það veldur ekki náttúruspjöllum eða slysahættu, þó þannig að samræmist ákvæðum umferðarlaga og fyrirmælum yfirvalda um umferðaröryggi.

Á þessu eru þó undantekningar en skv. 9. mgr. 31. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd þá gilda sérreglur um takmörkun á akstri utan vega í auglýsingu um friðlýsingu svæðis eða í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið framar undanþágum frá banni við akstri utan vega skv. 1. og 2. mgr lagana. Hyggi fólk á för um friðlýst svæði að vetri til mælir stofninnn með að kynna sér friðlýsingarskilmála  og sérreglur í stjórnunar- og verndaráætlun viðkomandi svæðis.
Heimilt er að aka utan vega vegna starfa við landbúnað heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka utan vega á landi sem sérstaklega er nýtt til landbúnaðar ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Við eftirleitir er bændum heimilt að sækja sauðfé inn á miðhálendið á léttum vélknúnum ökutækjum, svo sem fjórhjólum, enda verði þeim gripum ekki náð með öðru móti og ekki talin hætta á náttúruspjöllum. Einnig er heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landgræðslu og heftingu landbrots, vegalagnir, línulagnir og lagningu annarra veitukerfa, björgunarstörf, lögreglustörf, sjúkraflutninga, rannsóknir, landmælingar og landbúnað, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.

Heimilt er, ef nauðsyn krefur og með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar, að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við viðhald skála og neyðarskýla og vegna kvikmyndagerðar, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. Sótt er um þær undanþágur í gegnum þjónustugátt Umhverfisstofnunar.

Rannsóknir

Reglur um leyfisskyldu á friðlýstum svæðum eru breytilegar eftir markmiðum friðlýsinga. Til þess að ganga úr skugga um leyfisskyldu mætti hafa samband Umhverfisstofnun og fá samband við viðeigandi sérfræðing stofnunarinnar eða lesa sér til um þær reglur sem gilda innan friðlýstra svæða. 
Sjá nánar svar við spurningunni: Hvar finn ég friðlýsingaskilmála einstakra friðlýstra svæða?

Leyfi annarra stofnana geta einnig átt við. T.d. við rannsóknir á jarðhitasvæðum gæti þurft leyfi Orkustofnunar, við ár og vötn gæti þurft leyfi Fiskistofu, í nágrenni menningarminja gæti þurft leyfi Minjastofnunar og til útflutnings sýna gæti þurft leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Til viðbótar þarf að liggja fyrir leyfi landeigenda eða rétthafa lands. Listi yfir mögulega leyfisveitendur er ekki tæmandi. Til þess að kanna leyfisskyldu þarf að hafa samband við viðeigandi aðila.
Í flestum tilfellum þar sem sýnataka hefur í för með sér jarðrask þarf leyfi Umhverfisstofnunar. Leyfi annarra stofnana geta einnig átt við. T.d. við rannsóknir á jarðhitasvæðum gæti þurft leyfi Orkustofnunar, við ár og vötn gæti þurft leyfi Fiskistofu, í nágrenni menningarminja gæti þurft leyfi Minjastofnunar og til útflutnings sýna gæti þurft leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Til viðbótar þarf að liggja fyrir leyfi landeigenda eða rétthafa lands. Listi yfir mögulega leyfisveitendur er ekki tæmandi. Til þess að kanna leyfisskyldu þarf að hafa samband við viðeigandi aðila.
Almennt þarf ekki leyfi til almennrar vöktunar á friðlýstum svæðum t.d. fuglatalningar eða mats á blómgun plantna ef ekki er þörf á að raska náttúrufari eða fara út fyrir stíga á stærstu áfangastöðum friðlýstra svæða. Ef þörf er á að fara út fyrir stíga eða nota dróna við vöktun gæti verkefnið verið leyfisskylt og því mikilvægt að leita upplýsinga hjá Umhverfisstofnun.
Sótt er um leyfi til rannsókna í gegnum þjónustugátt Umhverfisstofnunar. Nánari upplýsingar um leyfisveitingar er að finna hér.
Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta gjald fyrir afgreiðslu leyfisumsókna sem stofnunin annast og þær undanþágur sem hún veitir samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 60/2015. Gjaldið skal vera í samræmi við gjaldskrá sem ráðherra hefur staðfest og birt er í B-deild Stjórnartíðinda. Gjaldskrána má einnig finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.  Gjaldið má ekki vera hærra en sem nemur kostnaði við afgreiðslu erindisins.

Framkvæmdir

Þegar svæði eru friðlýst eru sett fram markmið friðlýsingar og verndargildi svæðisins. Til þess að þess sé gætt að mannlegar athafnir skerði ekki verndargildið eða fari gegn markmiðum friðlýsingar eru ákveðin verkefni og rask háð leyfi Umhverfisstofnunar. 
Áður en leyfi er veitt metur starfsfólk Umhverfisstofnunar áhrif fyrirhugaðra verkefna á markmið og verndargildi svæðanna og veitir í kjölfarið leyfi eða synjar, eftir því sem við á.
Nánar má lesa um leyfi á friðlýstum svæðum hér.
Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta gjald fyrir afgreiðslu leyfisumsókna sem stofnunin annast og þær undanþágur sem hún veitir samkvæmt lögum þessum. Gjaldið skal vera í samræmi við gjaldskrá sem ráðherra hefur staðfest og birt er í B-deild Stjórnartíðinda. Gjaldskrána má einnig finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.  Gjaldið má ekki vera hærra en sem nemur kostnaði við afgreiðslu erindisins.
Ef ekki er heimild í friðlýsingarskilmálum friðlýstra svæða fyrir Umhverfisstofnun til að veita undanþágur frá þeim reglum og takmörkunum sem gilda um svæði þá er hægt að sækja um leyfi til undanþágu frá ákvæðum friðlýsingar skv. 41. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Umhverfisstofnun getur veitt undanþáguna að fenginni umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands og viðkomandi náttúruverndarnefndar a) ef það stríðir ekki verulega gegn markmiði friðlýsingarinnar og hefur óveruleg áhrif á verndargildi þeirra náttúruminja sem friðlýsingin beinist að, eða b) ef öryggissjónarmið eða mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess. Sótt er um undanþáguna með því að senda umsókn á netfanginu ust@ust.is og með henni þarf að fylgja greinagerð um áhrif fyrirhugaðra athafna eða framkvæmdar á verndargildi náttúruminjanna.

Veiðar

Á friðlýstum svæðum eru veiðar heimilar nema friðlýsingin, sérlög eða stjórnunar- og verndaráætlun kveði á um annað. Mikilvægt er að veiðimenn kynni sér þær reglur sem gilda á friðlýstum svæðum áður en haldið er á veiðar. Upplýsingar um friðlýst svæði er að finna hér.
Almennt eru veiðar á mink heimilar í samræmi við lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 en minkur telst til framandi ágengra tegunda. Nánari upplýsingar um minkaveiðar er að finna hér og hér.
Framandi ágeng tegund er tegund sem hefur verið flutt inn, hefur aðlagast íslenskum aðstæðum og fjölgar sér ásamt því að taka undir sig vistkerfi með áhrifum á það lífríki sem fyrir er.
Um refaveiðar gilda aðrar reglur en um mink enda er refur eina landdýrið sem hefur komið til landsins af sjálfsdáðum. Á tilteknum svæðum eru refaveiðar bannaðar skv. sérstökum reglum sem settar eru á grundvelli laga um náttúruvernd. Nánari upplýsingar er að finna hér og hér.
Almennt hafa friðlýsingar ekki áhrif á heimildir til stangveiða. Athuga verður hvaða reglur gilda um veiði og veiðileyfi á svæðum.
Framandi ágengar tegundir eru tegundir plantna eða dýra sem hefur verið flutt inn til landsins, hefur aðlagast íslenskum aðstæðum og fjölgar sér ásamt því að taka undir sig vistkerfi með áhrifum á það lífríki sem fyrir er.