Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English
Spurt og svarað
Friðlýst svæði
Upplýsingar um Þingvallaþjóðgarð er að finna hér.
Upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð er að finna hér.
Takmarkanir geta verkað á umferð um svæðið til verndar dýralífi eða gróðri, á flug dróna til verndar fuglalífi eða til að tryggja kyrrð og upplifun gesta. Á friðlöndum, sem eru friðlýst í þágu dýralífs, eru settar hömlur á skotveiðar. Stundum eru settar takmarkanir á heimildir til að tjalda.
Kveðið er á um takmarkanir í náttúruverndarlögum, t.d. er óheimilt að aka utan vegar, það gilda ákveðnar reglur um tjöldun í náttúru Íslands auk þess sem almannaréttur gildir um umferð fólks en ákveðnar heimildir eru þó til takmörkunar á umferð fólks.
Engar takmarkanir eru settar á í friðlýsingum sem byggja á núgildandi náttúruverndarlögum nema í opnu ferli og samráði við hagsmunaaðila. Sjá má nánar um friðlýsingar í vinnslu hér og friðlýsingar í kynningu hér.
Stjórnunar- og verndaráætlanir
Drónar
Í sumum tilfellum eru takmarkanir vegna öryggis gesta eða vegna verndunar kyrrðarupplifunar.
Um takmarkanir drónaflugs er að finna hér.
Ef um er að ræða verkefni sem fer fram innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs er sótt beint um leyfi til þeirra hér
Ef um er að ræða verkefni sem fer fram innan marka Þingvallaþjóðgarðs er sótt beint um leyfi til þeirra hér
Afgreiðslutími almennra erinda er þrjár vikur nema þau erindi sem eru sérstaklega tilgreind í töflu sem sjá má hér. Afgreiðslutími erinda miðast við að öll gögn sem nauðsynleg eru til ákvarðanatöku liggi fyrir. Málshraði er gefinn upp í dögum og eru frídagar innifaldir í heildartölu ef undanskilinn er málshraði undir fimm dögum.
Verkefni | Málshraði |
Leyfi til framkvæmda á friðlýstum svæðum | 30 dagar |
Leyfi fyrir myndatöku og/eða drónaflug á friðlýstum svæðum | 15 dagar |
Leyfi til umferðar inn á lokuð friðlýst svæði | 15 dagar |
Fyrirspurnir | 5 virkir dagar |
Öll leyfi innan marka verndarsvæðisins Mývatn og Laxá | 30 dagar |
Verkefni | Málshraði |
Leyfi til framkvæmda á friðlýstum svæðum | 30 dagar |
Leyfi fyrir myndatöku og/eða drónaflug á friðlýstum svæðum | 15 dagar |
Leyfi til umferðar inn á lokuð friðlýst svæði | 15 dagar |
Fyrirspurnir | 5 virkir dagar |
Öll leyfi innan marka verndarsvæðisins Mývatn og Laxá | 30 dagar |
Akstur utan vega
Á þessu eru þó undantekningar en skv. 9. mgr. 31. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd þá gilda sérreglur um takmörkun á akstri utan vega í auglýsingu um friðlýsingu svæðis eða í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið framar undanþágum frá banni við akstri utan vega skv. 1. og 2. mgr lagana. Hyggi fólk á för um friðlýst svæði að vetri til mælir stofninnn með að kynna sér friðlýsingarskilmála og sérreglur í stjórnunar- og verndaráætlun viðkomandi svæðis.
Heimilt er, ef nauðsyn krefur og með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar, að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við viðhald skála og neyðarskýla og vegna kvikmyndagerðar, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. Sótt er um þær undanþágur í gegnum þjónustugátt Umhverfisstofnunar.
Rannsóknir
Sjá nánar svar við spurningunni: Hvar finn ég friðlýsingaskilmála einstakra friðlýstra svæða?
Leyfi annarra stofnana geta einnig átt við. T.d. við rannsóknir á jarðhitasvæðum gæti þurft leyfi Orkustofnunar, við ár og vötn gæti þurft leyfi Fiskistofu, í nágrenni menningarminja gæti þurft leyfi Minjastofnunar og til útflutnings sýna gæti þurft leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Til viðbótar þarf að liggja fyrir leyfi landeigenda eða rétthafa lands. Listi yfir mögulega leyfisveitendur er ekki tæmandi. Til þess að kanna leyfisskyldu þarf að hafa samband við viðeigandi aðila.
Framkvæmdir
Áður en leyfi er veitt metur starfsfólk Umhverfisstofnunar áhrif fyrirhugaðra verkefna á markmið og verndargildi svæðanna og veitir í kjölfarið leyfi eða synjar, eftir því sem við á.
Nánar má lesa um leyfi á friðlýstum svæðum hér.
Umhverfisstofnun getur veitt undanþáguna að fenginni umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands og viðkomandi náttúruverndarnefndar a) ef það stríðir ekki verulega gegn markmiði friðlýsingarinnar og hefur óveruleg áhrif á verndargildi þeirra náttúruminja sem friðlýsingin beinist að, eða b) ef öryggissjónarmið eða mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess. Sótt er um undanþáguna með því að senda umsókn á netfanginu ust@ust.is og með henni þarf að fylgja greinagerð um áhrif fyrirhugaðra athafna eða framkvæmdar á verndargildi náttúruminjanna.
Veiðar
Framandi ágeng tegund er tegund sem hefur verið flutt inn, hefur aðlagast íslenskum aðstæðum og fjölgar sér ásamt því að taka undir sig vistkerfi með áhrifum á það lífríki sem fyrir er.