Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Akstur utan vega

Samkvæmt 1. málsgrein 31. greinar náttúruverndarlaga er akstur vélknúinna ökutækja utan vega óheimill. Þó er heimilt að aka á slíkum tækjum á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega utan þéttbýlis, svo lengi sem jörð sé frosin og ekki hætta á náttúruspjöllum. Umhverfisstofnun fer með eftirlit með framkvæmd lagana og veitir m.a. leyfi og umsagnir skv. ákvæðum laganna.

Ákveðnar undantekninar frá banni við akstri utan vega eru til staðar, t.d. fyrir landbúnaðarstörf, björgunarstörf, lögreglustörf, landgræðslu og rannsóknir. Þessar heimildir eru til staðar svo framarlega sem ekki sé unnt að sinna viðkomandi störfum á annan hátt og ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Umhverfisstofnun sér um að veita leyfi til að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við viðhald skála og vegna kvikmyndagerðar.