Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun heldur opinn kynningarfund um starfsleyfistillögu GMR Endurvinnslunnar ehf. til að vinna járnbita úr allt að 32.850 tonnum af brotajárni á ári. Um er að ræða nýjan rekstur á Grundartangasvæðinu. Á fundinum verður einnig kynnt áður auglýst starfsleyfistillaga fyrir Kratus ehf. 

Fundurinn verður haldinn í Fannahlíð, Hvalfjarðarsveit, kl. 17, þann 4. september.

Formleg auglýsing á starfsleyfistillögu GMR Endurvinnslunnar ehf. hefst 4. september og stendur til 30. október.