Uppgjör 2018

Uppgjör losunarheimilda fyrir árið 2018


Fyrir losun innan ETS- kerfisins árið 2018 gerðu alls fjórir íslenskir flugrekendur og sjö rekstraraðilar iðnaðar upp heimildir sínar. Einn flugrekandi skilaði losunarskýrslu en gerði ekki upp losun sína í tæka tíð. Heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfið var 820.369 tonn CO
2 ígilda, en í iðnaði var losunin 1.854.715 tonn af CO2 ígildum. 

Uppgerðar losunarheimildir í flugi voru hins vegar 542.244 tonn CO2 ígilda.
Raunlosun íslenskra flugrekenda jókst lítillega á milli ára. Aukning losunar varð 0,8 % milli áranna 2017 og 2018. Árið 2017 var losunin 813.745 tonn af CO
2 en varð á síðasta ári 820.369 tonn af CO2. Fimm flugrekendum bar að skila losunarskýrslu og voru þeir allir íslenskir. Losun frá flugi er þó háð takmörkunum að því leytinu til að hún er einungis losun innan EES svæðisins og tekur því ekki á heildarlosun flestra flugrekenda, þar sem t.d. Ameríkuflug er ekki innan gildissviðs kerfisins eins og er.

Losunin í iðnaði jókst einnig lítillega á milli ára, eða um 1,26 %, úr 1.831.667 tonnum af CO2 árið 2017 í 1.854.715 tonn af CO2 árið 2018. Jafnmargir rekstraraðilar í iðnaði gerðu upp fyrir árið 2017 og árið á undan, eða sjö talsins þar sem Sameinað Sílikon var ekki með losun árið 2018 en kísilver PCC á Bakka hóf starfsemi það ár.


Á myndunum hér að neðan má sjá raunlosun gróðurhúsalofttegunda (CO
2) frá staðbundnum iðnaði og flugsamgöngum, og síðan uppgerðar losunarheimildir sem féllu undir viðskiptakerfið og var í umsjón Íslands.

Heildarlosun flugrekenda sem falla undir Ísland með raunlosun sem féll undir gildissvið ETS 2013-2018

Heildarlosun rekstraraðila sem falla undir Ísland með raunlosun sem féll undir gildissvið ETS 2013-2018*