Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 



Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Vogavík, Vogum. Um er að ræða landeldi sem heimilar allt að 500 tonna lífmassa á hverjum tíma.

Framkvæmdin fór í mat á umhverfisáhrifum og birti Skipulagsstofnun álit sitt vegna þessa þann 10. maí 2021. Niðurstaða umhverfismatsins er snúa að starfsleyfinu var að helstu neikvæðu áhrif vegna aukningarinnar séu takmörkuð. Helst munu þau felast í raski á leirum, jarðminjum, grunnvatni og vatnsbóli. Áhrif vegna aukningar næringarefna sem berast frá eldinu þynnast hratt út í viðtaka.

Tillaga að breyttu leyfi var auglýst á tímabilinu 8. nóvember 2021 til og með 7. desember 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Ein athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu
Starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Vogavík
Athugasemdir Magna lögmenn