Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 


Myndin er fengin úr gögnum frá Orkugerðinni

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Orkugerðarinnar ehf. sem er verksmiðja í Flóahreppi sem tekur við lífrænum afurðum og framleiðir úr þeim fitu og kjötmjöl og þannig eru sköpuð verðmæti úr afurðum sem ella þyrfti að urða. Megin breytingin í starfsleyfinu er að heimilt er nú að framleiða próteinmjöl og fitu úr allt að 14.000 tonnum af hráefni á ári en áður var miðað við allt að 7.000 tonn á ári.

Upphaflegt starfsleyfi var gefið út í desember 2019 og er starfsleyfið því frekar nýtt. Tillit var tekið til atriða sem fram komu vegna ákvörðunar um matsskyldu hjá Skipulagsstofnun 17. mars sl. og uppfærðar laga- og reglugerðartilvísanir en annars ekki talin ástæða til þess að gera umfangsmiklar breytingar á því starfsleyfi um önnur atriði en framleiðsluaukninguna.

Tillaga að breyttu starfsleyfi fyrir stöðina  var auglýst opinberlega á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 14. júní til og með 15. júlí 2022. Einnig var vakin athygli á auglýsingunni á vefsíðu Flóahrepps. Ein umsögn barst um tillöguna. Greinargerð fylgir starfsleyfinu í fylgiskjali þar sem gerð er grein fyrir umsögninni og ákvörðun Umhverfisstofnunar vegna breytingarinnar.

Ekki voru gerðar efnisbreytingar starfsleyfinu við útgáfu þess. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um breytingu starfsleyfisins er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu hennar.

Starfsleyfi Orkugerðarinnar ehf