Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt


Umhverfisstofnun tók þann 2. júlí sl. ákvörðun um útgáfu starfsleyfis, sbr. umsókn rekstraraðila um starfsleyfi og fullnægjandi mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, með þeim skilyrðum og takmörkunum sem koma fram í starfsleyfinu.

Unnið hefur verið með Matvælastofnun að samræmingu við leyfisútgáfu rekstrarleyfis, en leyfin eru afhent rekstraraðila samtímis skv. 3. mrg. 4. gr. b. laga nr. 71/2008 um fiskeldi.
Skipulagsstofnun ákvarðaði að starfsemin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum í ákvörðun sinni þann 20. febrúar 2018.

Umhverfisstofnun auglýsti opinberlega tillögu að starfsleyfinu á vefsíðu stofnunarinnar á tímabilinu 20. maí til 18. júní 2020 sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. Auglýsingin var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar þann 17. desember sl. ásamt gögnum sem lágu til grundvallar tillögunni. Tilkynning um auglýsinguna var m.a. send á umsækjanda, viðkomandi sveitarfélag og heilbrigðisnefnd.
Um er að ræða klakstöð á landi þar sem alin er klakfiskur úr 60 gr í 6 kg fullvaxinn hrygningarfisk. Lífmassi í stöðinni er aldrei meiri en 11 tonn á hverjum tíma og er heildarvöxtur í stöðinni 6 tonn á ári.

Auglýsing þessi er birt á fréttasvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálki fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

Nánari upplýsingar um mengunarvarnir má sjá í starfsleyfi og nánari upplýsingar um vinnslu starfsleyfis má finna í greinargerð í fylgiskjali 2 með starfsleyfi.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.


Tengd skjöl:
Starfsleyfi með greinargerð
Umsókn um starfsleyfi
Vöktunaráætlun
Greinargerð matsskyldufyrirspurnar (tilkynningarskýrsla)
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu