Stök frétt

16. október.2020 | 10:53

Framlenging starfsleyfis fyrir Rio Tinto á Íslandi hf.

Mynd frá Rio Tinto (ISAL)

Umhverfisstofnun hefur fallist á að framlengja gildistíma starfsleyfis Rio Tinto á Íslandi hf. (ISAL). Starfsleyfið var gefið út 7. nóvember 2005 með gildistíma til 1. nóvember 2020.

Útgefanda starfsleyfis er heimilt að framlengja starfsleyfi með þessum hætti skv. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að hámarki til eins árs, á meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, hafi fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi borist útgefanda.

Fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi hefur borist og nýr gildistími starfsleyfisins er til 1. nóvember 2021.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um framlengingu á gildistíma starfsleyfisins er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar, skv. 65. gr. laga nr. 7/1998, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011.

Tengd skjöl:

Rio Tinto - framlenging starfsleyfis