Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd frá 3Z
Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis 3Z ehf., þann 5. nóvember 2020, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra sebrafiska í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Menntaveg 1, 102 Reykjavík.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu. Meðfylgjandi má einnig sjá viðbragðsáætlun 3Z ehf. til verndar heilsu manna og umhverfinu utan rannsóknarsvæðisins.

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 5. nóvember 2036.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Aðsetur nefndarinnar er í Borgartúni 21, Höfðaborg, 105 Reykjavík.

Fylgiskjöl:
Leyfi með greinargerð
Viðbragðsáætlun 3Z ehf.