Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun tók þann 5. nóvember 2020 ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir FISK Seafood ehf. fyrir landeldi með 600 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma í Hjaltadal.

Umhverfisstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif vegna eldisins felist aðallega í næringarefnum sem skila sér í viðtakann sem er Hjaltadalsá. Að mati stofnunarinnar eru dregið úr neikvæðum áhrifum með mótvægisaðgerðum rekstaraðila s.s. hreinsun frárennslis með settjörn. Einnig eru ákvæði í starfsleyfinu sem kveða á endurskoðun á hreinsun ef mælingar sýna að settjarnir eru ekki að virka sem skildi.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi, sbr. 8. mgr. 6. gr. reglugerðar 550/2018, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, til eldis með allt að 600 tonna lífmassa á hverjum tíma á tímabilinu 17. september til og með 19. október 2020. Auglýsingin var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar þann 17. september ásamt gögnum sem lágu til grundvallar tillögunni. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingatíma.
Unnið hefur verið með Matvælastofnun að samræmingu við leyfisútgáfu rekstrarleyfis, en leyfin eru afhent rekstraraðila samtímis skv. 3. mgr. 4. gr. b. laga nr. 71/2008 um fiskeldi og hefur sú afhending nú farið fram.

Umhverfisstofnun telur að umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi verið lýst með fullnægjandi hætti og sé lögmætur grundvöllur fyrir útgáfu leyfis.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu
Starfsleyfi FISK Seafood ehf.