Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd: Loftmyndir ehf.

Umhverfisstofnun tók þann 25. febrúar 2021 ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir Víkurlax ehf. vegna 20 tonna landeldis að Ystu-Vík í Grýtubakkahreppi.

Umhverfisstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif vegna eldisins felist aðallega í næringarefnum sem skila sér í viðtakann sem er Eyjafjörður. Að mati stofnunarinnar eru dregið úr neikvæðum áhrifum með mótvægisaðgerðum rekstaraðila s.s. hreinsun frárennslis með settjörn. Einnig eru ákvæði í starfsleyfinu sem kveða á endurskoðun á hreinsun ef mælingar sýna að settjarnir eru ekki að virka sem skildi.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi, sbr. 8. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, til eldis með hámarks lífmassa á hverjum tíma allt að 20 tonnum, á tímabilinu 16. júní til og með 16. júlí 2020. Auglýsingin var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar þann 16. júní ásamt gögnum sem lágu til grundvallar tillögunni. Heimilt var að gera athugasemdir við tillöguna á sama tímabili. Tilkynning um opinbera auglýsingu var send rekstraraðila, til sveitarfélagsins Grýtubakkahrepps, til heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra b.t. heilbrigðisnefndar og á aðra hagsmunaaðila sama dag og hún var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu
Starfsleyfi Víkurlax ehf