Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Pharmarctica ehf. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 360 tonn á ári af lyfjum, sæfivörum, snyrtivörum og fæðubótarefnum.

Tillaga að starfsleyfi ásamt umsókn og grunnástandsskýrslu frá rekstraraðila var aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 25. mars til og með 26. apríl 2021 og gafst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins var tekin. Í auglýsingaferlinu var vakin athygli á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að starfsemin eða framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Engar umsagnir eða athugasemdir um tillöguna bárust til Umhverfisstofnunar á auglýsingatíma. Breytingar frá auglýstri tillögu voru aðeins smávægilegar og varða þær einkum efnamál og að bætt var við greinargerð í starfsleyfið. 

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tilkynning þessi er birt á fréttavefsvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálki fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, öðlast þegar gildi og gildir til 7. maí 2037.

Tengd skjöl
Starfsleyfi