Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Höfuðstöðvar Alvotech í Vatnsmýri, mynd tekin af vef Alvotech
Umhverfisstofnun hefur tekið ákvarðanir um útgáfu leyfa Alvotech hf., fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í húsnæði rekstraraðila að Sæmundargötu 15-19, 102 Reykjavík annarsvegar og rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Klettagarða 6, 104 Reykjavík hinsvegar. 

Um er að ræða leyfi fyrir afmarkaðri notkun erfðabreyttra örvera af flokki 2, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaðanotkun erfðabreyttra örvera, sem felur í sér litla áhættu fyrir fólk og umhverfi. 
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerðum með leyfunum. 

Leyfin eru gefin út í samræmi við lög nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur og reglugerð nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfin hafa þegar tekið gildi og gilda til 10. mars 2038.

Þar sem um afmörkunarflokk 2 er að ræða var kallað eftir umsögn ráðgjafanefndar, sbr. 3. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 275/2002. Umsagnar Vinnueftirlitsins var einnig leitað, þar sem eldri leyfi rekstraraðila til afmarkaðrar notkunar á erfðabreyttum örverum á þessum starfsstöðvum tóku einungis til afmörkunarráðstafana af flokki 1, sbr. 4. viðauki reglugerðar nr. 275/2002. 

Umsagnir eru meðfylgjandi þessari tilkynningu.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar, skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl: 
Leyfi Sæmundargata með greinargerð
Leyfi Klettagarðar með greinagerð
Umsögn Vinnueftirlitsins
Umsögn ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur
Umsókn rekstraraðila